Stekkjartún 26-28-30

Málsnúmer 2011050082

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Erindi dagsett 13. maí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu, kt. 710594-2019, óskar eftir leyfi til breytingar á deiliskipulagi á lóðunum við Stekkjartún 26, 28 og 30. Meðfylgjandi er tillaga að breytingum.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, með fyrirvara um leyfi lóðarhafa, að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Gjald vegna deiliskipulagsbreytinga verður innheimt í samræmi við gjaldskrá Akureyrarbæjar.

Skipulagsnefnd - 115. fundur - 01.06.2011

Lögð fram tillaga dagsett 21. maí 2011 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Tillagan er frá Önnu Margréti Hauksdóttur f.h. Byggingarfélagisns Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sbr. bókun nefndarinnar 18. maí s.l.

Skipulagsnefnd óskar eftir að stærð fyrirhugaðs húss verði sett ínn á skilmálateikningu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga.

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. júní 2011:
Lögð fram tillaga dags. 21. maí 2011 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Tillagan er frá Önnu Margréti Hauksdóttur f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf, kt. 710594-2019, sbr. bókun nefndarinnar 18. maí sl.
Skipulagsnefnd óskar eftir að stærð fyrirhugaðs húss verði sett inn á skilmálateikningu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 118. fundur - 27.07.2011

Erindi dagsett 13. maí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu, kt. 710594-2019, óskar eftir leyfi til breytingar á deiliskipulagi á lóðunum við Stekkjartún 26, 28 og 30. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 10. júní 2011 og lauk henni 8. júlí 2011. Tvær athugasemdir bárust.

1)Helgi Hrafn Halldórsson og Aníka Lind Björnsdóttir dags. 24. júní 2011. Þau mótmæla fjölgun íbúða og óttast að umferð muni aukast sem muni skapa hættu fyrir börn á svæðinu. Þau benda á að mörg börn séu við Stekkjartún, þar sé grenndarvöllur, skóli og leikskóli í nálægð.

2) Íbúar Stekkjartúns 23, 25 og 27, dags. 8.júlí 2011. Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
a)Þeim finnast upplýsingar á tillöguuppdrætti villandi. Það sé ekki rétt að gert hafi verið ráð fyrir 12 íbúðum við Stekkjartún. Skoða þurfi gögnin vel til að átta sig á að íbúðunum fjölgar úr 6 í 12. Þeir fara fram á að nýtt bréf með leiðréttum gögnum verði sent til kynningar.
b)Fjölgun íbúða mun hafa í för með sér umtalsverða aukningu umferðar innst í hverfinu, en þar hafi fólk valið sér lóðir með hliðsjón af lítilli umferð.
c)Ásýnd götunnar verður talsvert ólík því sem upphaflegt skipulag sagði til um. Ákvörðun um að byggja á svæðinu hafi verið tekin með upphaflegt skipulag í huga. Öll gatan fyrir framan Stekkjartún verði t.d. bílastæði í stað gróðurs sem sé ekki til batnaðar.
d)Stærri byggingarreitur mun skerða útsýni til austurs þar sem stigagangur húsanna kemur utan á húsin.
Óskað er eftir því að tillögunni verði hafnað.

Svör við athugasemdum:

1) Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 6 í 12. Af því leiðir að umferð um svæðið mun aukast. Skipulagsnefnd telur þó að gatnakerfi svæðisins beri þá aukningu.

2a) Upphaflega deiliskipulagið gerði ráð fyrir 12 íbúðum á tveimur H-reitum, H1 og H3. Reit H1 var breytt í K4 en þegar sú breyting var samþykkt fyrirfórst að gera tilsvarandi breytingu í greinargerð sem nú er verið að uppfæra. Textinn á breytingarblaðinu er því orðaður með þessum hætti. Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að endurtaka grenndarkynningu vegna þessa þar sem skýrt kemur fram í skýringartexta á breytingarblaði að verið sé að fjölga íbúðum úr 6 í 12 og að fyrrnefnd leiðrétting sé gerð.

2b) Sjá svar við nr. 1.

2c) Áréttað skal að ekki er gert ráð fyrir að umfang húsanna verði mikið frábrugðið upphaflegum hugmyndum. Þó skal tekið fram að breidd húsanna verður örlítið meiri en í upphaflegum hugmyndum og hækkun húsanna nemur 90 cm. Ekki er hægt að tryggja að skipulagssvæði taki ekki breytingum á meðan á uppbyggingu stendur og má nefna í því sambandi að nú þegar er búið að gera fjölmargar breytingar í hverfinu frá upphaflegu deiliskipulagi.

Í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 12 bílastæðum meðfram Stekkjartúni en vegna fjölgunar íbúða á lóðunum er gert ráð fyrir að þeim fjölgi í 24 sbr. ákvæði byggingarreglugerðar. Staðsetning þeirra er með sama hætti og í fyrri tillögu þ.e. næst Stekkjartúni.

2d) Fyrirhugaður stigagangur við húsin er opinn að mestu og ætti því ekki að hindra útsýni til austurs nema að litlu leyti. Einnig má lækka húsin í landinu frá því sem fram kemur á sniðmyndum um allt að 1 m.

 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd óskar eftir að ákvæði um hljóðvist verði færð í greinargerð. Einnig leggur skipulagsnefnd til að sniðmyndum verði breytt þannig að húsin lækki í landi allt að 1 m.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar. 

 

Auður Jónasdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:

Ég tel, í ljósi athugasemda íbúa, nauðsynlegt að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem umbeðnar breytingar eru verulegar.

Skipulagsnefnd - 120. fundur - 24.08.2011

Íbúar við Stekkjartún 23, 25 og 27 óska eftir rökstuðningi vegna ákvörðunar meirihluta skipulagsnefndar um að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Óskað er eftir að skipulagsnefnd endurskoði ákvörðun sína um breytingu á deiliskipulaginu.

Skipulagsnefnd telur framlögð rök ekki næga ástæðu til að endurskoða fyrri ákvörðun um deiliskipulagsbreytingu á reitnum og felur skipulagsstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Auður Jónasdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarráð - 3283. fundur - 25.08.2011

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júlí 2011:
Erindi dagsett 13. maí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu, kt. 710594-2019, óskar eftir leyfi til breytingar á deiliskipulagi á lóðunum við Stekkjartún 26, 28 og 30. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 10. júní 2011 og lauk henni 8. júlí 2011. Tvær athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
Skipulagsnefnd óskar eftir að ákvæði um hljóðvist verði færð í greinargerð. Einnig leggur skipulagsnefnd til að sniðmyndum verði breytt þannig að húsin lækki í landi allt að 1 m.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Auður Jónasdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:
Ég tel, í ljósi athugasemda íbúa, nauðsynlegt að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem umbeðnar breytingar eru verulegar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar.

Ólafur Jónsson D-lista og Hermann Jón Tómasson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Ólafur Jónsson D-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óska bókað:

Við teljum eðlilegt að þessi deiliskipulagstillaga hefði átt að fara í auglýsingu þar sem hún gerir ráð fyrir það miklum breytingum á gildandi skipulagi.