Melateigur 11 - fyrirspurn um byggingarleyfi sólstofu

Málsnúmer 2011080027

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 120. fundur - 24.08.2011

Erindi dagsett 10. ágúst 2011 þar sem Guðmundur Þórhallsson og Áslaug Freysteinsdóttir leggja fram fyrirspurn hvort byggingarleyfi fáist fyrir sólstofu við íbúð þeirra að Melateig 11. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar, grunnmynd og útlit.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 163. fundur - 28.08.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 24. ágúst 2011.
Breytingaruppdráttur dagsettur 8. júlí 2013, sem barst 23. ágúst 2013, er unninn af M2 Hús ehf.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3342. fundur - 03.09.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. ágúst 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 24. ágúst 2011.
Breytingaruppdráttur dags. 8. júlí 2013, sem barst 23. ágúst 2013, er unninn af M2 Hús ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 165. fundur - 09.10.2013

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Melateigs 11 var grenndarkynnt frá 4. september til 2. október 2013.
Ein athugasemd barst frá Torfhildi S. Þorgeirsdóttur og Leifi Brynjólfssyni, Melateig 13, þar sem þau telja að útsýn úr borðstofu og stofu íbúðar þeirra muni skerðast verulega og geti leitt til verðrýrnunar eignar þeirra.

Þar sem öll fylgigögn voru ekki send með fyrri grenndarkynningargögnum felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra að senda umrædd gögn á grenndarkynningaraðila.

Skipulagsnefnd - 167. fundur - 13.11.2013

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Melateigs 11 var grenndarkynnt frá 4. september til 2. október 2013.
Þar sem öll fylgigögn fóru ekki með fyrri grenndarkynningargögnum voru umrædd gögn send til grenndarkynningaraðila og athugasemdarfrestur framlengdur til 31. október 2013.
Athugasemd barst þann 13. október 2013 frá Torfhildi S. Þorgeirsdóttur og Leifi Brynjólfssyni, Melateig 13, sem ítreka fyrri athugasemd. Þau telja að útsýni úr borðstofu og stofu íbúðar þeirra muni skerðast verulega og geti leitt til verðrýrnunar eignar þeirra.

Skipulagsnefnd telur að viðbyggingin muni ekki skerða verulega útsýni eigenda Melateigs 13 miðað við framlögð gögn og leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3346. fundur - 19.11.2013

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. nóvember 2013:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Melateigs 11 var grenndarkynnt frá 4. september til 2. október 2013.
Þar sem öll fylgigögn fóru ekki með fyrri grenndarkynningargögnum voru umrædd gögn send til grenndarkynningaraðila og athugasemdarfrestur framlengdur til 31. október 2013.
Athugasemd barst þann 13. október 2013 frá Torfhildi S. Þorgeirsdóttur og Leifi Brynjólfssyni, Melateig 13, sem ítreka fyrri athugasemd. Þau telja að útsýni úr borðstofu og stofu íbúðar þeirra muni skerðast verulega og geti leitt til verðrýrnunar eignar þeirra.

Skipulagsnefnd telur að viðbyggingin muni ekki skerða verulega útsýni eigenda Melateigs 13 miðað við framlögð gögn og leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.