Klettaborg 41 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011080058

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 120. fundur - 24.08.2011

Erindi dagsett 17. ágúst 2011 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Sigursteins Þórssonar óskar eftir lóðarstækkun á lóðinni Klettaborg 41 um 5 metra til norðurs. Einnig er óskað eftir að stækkunin nái að austanverðu fram að götu.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir 5m stækkun lóðarinnar nr. 41 við Klettaborg til norðurs. Sjá mál nr. 2011070053.

Auður Jónasdóttir fór af fundi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 394. fundur - 24.04.2012

Erindi dagsett 17. ágúst 2011 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Sigursteins Þórssonar óskar eftir stækkun á lóðinni Klettaborg 41 um 5 metra til norðurs. Einnig er óskað eftir að stækkunin nái að austanverðu fram að götu.

Skipulagsstjóri samþykkir lóðarstækkun í samræmi við núgildandi deiliskipulag. Lóðarskrárritara er falið að útbúa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði.