Aðalstræti 12b - Bréf

Málsnúmer 2011070064

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 118. fundur - 27.07.2011

Erindi dagsett 20. júlí 2011 þar sem Teitur M. Sveinsson lögfræðingur f.h. Nýs Morguns ehf., kt. 660997-2299, óskar eftir að skipulagsyfirvöld Akureyrarbæjar taki upp mál skjólstæðings hans í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 6. október 2010 um mál lóðar hans að Aðalstræti 12b Akureyri. Meðfylgjandi er afrit af úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

Samkvæmt úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þ. 6.10.2010 er niðurstaða skipulagsnefndar dags. 25.6.2008 um synjun á breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins og Fjörunnar felld úr gildi. Skipulagsnefnd áréttar að ekki hefur verið sótt um umrædda breytingu á ný og getur því ekki tekið afstöðu til erindisins að svo stöddu þar sem engar óskir eru tilgreindar um breytingar á núgildandi deiliskipulagi í erindinu. Skipulagsnefnd bendir á að nú stendur yfir endurskoðun á deiliskipulagi Innbæjarins og Fjörunnar en þar verða ákvæði varðandi lóðina skilgreind. Skipulagsnefnd óskar því eftir nánari upplýsingum frá lóðarhafa um umbeðnar breytingar á núgildandi deiliskipulagi.

Erindinu er vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Innbænum og Fjörunni. 

Skipulagsnefnd - 120. fundur - 24.08.2011

Erindi dagsett 15. ágúst 2011 þar sem Teitur M. Sveinsson lögfræðingur f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, óskar eftir endurupptöku á máli umbjóðanda síns varðandi umsókn um leyfi fyrir byggingu íbúðarhúss við Aðalstræti 12b. Hann telur ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu eins og skipulagsnefnd bókaði 27. júlí 2011.

Deiliskipulagsafmörkun í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Aðalstræti 12b er ekki sú sama og sú lóð sem eigandi lóðarinnar Aðalstræti 12b, Nýr morgun ehf., keypti og var því ekki hægt að heimila byggingu af þeirri stærðargráðu og óskað var eftir. Sótt var um deiliskipulagsbreytingu sem skipulagsnefnd synjaði. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hnekkti synjun skipulagsnefndar um þá breytingu. Samkvæmt ofangreindu er deiliskipulagsbreyting forsenda þess að hægt sé að byggja á umræddri lóð þar sem núgildandi deiliskipulag sýnir stærri lóð en eigandinn á. Samkvæmt lóðarblaði sem er í samræmi við skikann sem keyptur var, er byggingarreitur skilgreindur 9x13m.

Samkvæmt meðfylgjandi bréfi er óskað eftir stærri byggingarreit eða 10x15m en af því leiðir að gera þarf breytingu á núgildandi deiliskipulagi sem nú er í vinnslu svo og vegna breytingar á lóðarafmörkun.

Erindinu hefur verið vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Innbænum og Fjörunni.