Hólsgerði 1 - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011080037

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 120. fundur - 24.08.2011

Erindi dagsett 12. ágúst 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Vignis Kárasonar sækir um leyfi fyrir tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílskúrs að Hólsgerði 1. Meðfylgjandi er tillöguteikning frá Kollgátu.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar tengibyggingu á milli einbýlishúss og bílskúrs og er því breyting er varðar einungis Akureyrarbæ og lóðarhafa sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að heimila umbeðna tengibyggingu.

Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 373. fundur - 16.11.2011

Erindi dagsett 12. ágúst 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Vignis Kárasonar sækir um leyfi fyrir tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílskúrs að Hólsgerði 1. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson 8. nóvember 2011.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 374. fundur - 23.11.2011

Erindi dagsett 10. nóvember 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Vignis Kárasonar sækir um að byggja millibyggingu milli bílgeymslu og húss og nýtt þak á bílgeymslu að Hólsgerði 1. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 22. nóvember 2011.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 375. fundur - 30.11.2011

Erindi dagsett 10. nóvember 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Vignis Kárasonar sækir um að byggja millibyggingu milli bílgeymslu og húss og nýtt þak á bílgeymslu að Hólsgerði 1. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 22. og 28. nóvember 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 393. fundur - 17.04.2012

Erindi dagsett 2. apríl 2012 þar sem Þórarinn Arinbjarnarson sækir um að vera byggingarstjóri við viðbyggingu að Hólsgerði 1.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.