Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027

Málsnúmer 2023020943

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3799. fundur - 23.02.2023

Rætt um drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og forstöðumanni hagþjónustu og áætlanagerðar að vinna málið áfram.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við teljum mikilvægt að taka formlega upp kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð sem miðar að því að stuðla að auknu jafnrétti og betri nýtingu fjármuna. Sé vilji til þess að fara þá leið þarf að gera ráð fyrir því í vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3801. fundur - 09.03.2023

Lögð fram drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjaráð samþykkir framlögð drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarráð - 3809. fundur - 17.05.2023

Lögð fram drög að forsendum fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2024 og drög að tekjuáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3812. fundur - 15.06.2023

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2024 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2024 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2024.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðar forsendur og fjárhagsramma fjárhagsáætlunar 2024 og vísar rammanum til áframhaldandi vinnu í fastanefndum bæjarins.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3822. fundur - 12.10.2023

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð - 3823. fundur - 19.10.2023

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn óska bókað:

Sveitarfélagið verður rekið með halla miðað við fjárhagsáætlun næsta árs. Minnihluti bæjarráðs leggur áherslu á að farið verði í markvissa greiningu á hvernig snúa megi þeirri stöðu við sé horft til næsta áratugar. Þar sé allt undir, s.s. hagræðing í húsnæðismálum. Sjálfbær rekstur er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í þau verkefni sem Akureyrarbær vill sinna vel og af myndarskap.


Meirihluti bæjarráðs bendir á starfsáætlanir sviða þar sem fram koma áherslur í rekstrinum. Markvisst hefur verið unnið að sjálfbærni í rekstri á síðustu árum og mikill árangur náðst. Það sem erfitt er að sjá fyrir eru ófjármagnaðar lagasetningar sem hafa áhrif á rekstur og ytra umhverfi svo sem vaxtastig og verðbólga. Fjárhagsáætlunarvinnunni er ekki lokið og markmiðið að ná A-hlutanum jákvæðum.

Bæjarráð - 3824. fundur - 26.10.2023

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2024-2027.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu Hulda Elma Eysteinsdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2024-2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3535. fundur - 31.10.2023

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. október 2023:

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2024-2027.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu Hulda Elma Eysteinsdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2024-2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Heimir Örn Árnason kynnt.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason, Andri Teitsson, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2024-2027 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Andri Teitsson L-lista óska bókað;

Í fjárhagsáætluninni er megin áhersla lögð á grunnkerfin okkar, velferðar- og fræðslumál. Komið verður til móts við barnafjölskyldur með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan 6 tíma leikskóla frá og með áramótum og gjöldin að öðru leyti tekjutengd. Þá verða gjöld fyrir frístund jafnframt tekjutengd. Stuðningsþjónusta í skólunum verður aukin og auknu fjármagni veitt til uppbyggingar og endurbóta á mannvirkjum. Gert er ráð fyrir að íbúðakjarni í Hafnarstræti verði tekinn í notkun á árinu og undirbúningur uppbyggingar á öðrum kjarna í Nonnahaga hafinn. Þjónustuíbúðir verða teknar í notkun í Dvergaholti og tvö smáhýsi sömuleiðis. Uppbygging íþróttamannvirkja heldur áfram af miklum krafti og Akureyrarbær mun ekki láta sitt eftir liggja í að bjóða upp á nægar lóðir til uppbygginga á húsnæði jafnt fyrir einstaklinga sem fyrirtæki með því að verja auknu fjármagni til skipulagsmála.

Nýtt flokkunar- og söfnunarkerfi verður innleitt í sorpmálum og nýir stígar teknir í notkun samkvæmt metnaðarfullu stígaskipulagi. Farið verður í markvissa vinnu við að takast á við svifryksmengun, sem er óásættanleg fyrir bæjarbúa. Þá er stefnt á að jafnvægi náist í rekstrinum árið 2026, en það ræðst einkum af efnahagsástandinu í landinu og hvort að það tekst að ná verðbólgu niður.

Bæjarráð - 3826. fundur - 08.11.2023

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Gunnar Már Gunnarsson (í gegnum fjarfundarbúnað) og Halla Björk Reynisdóttir fundinn undir þessum lið.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bókar:

Fjárhagsáætlunin endurspeglar hvorki ástandið í þjóðfélaginu né er hún gott innlegg í komandi kjaraviðræður. Við erum að sjá miklar hækkanir á gjaldskrám, eða 9% að jafnaði, og þá leggur meirihlutinn til óbreytta fasteignaskattsprósentu, þrátt fyrir 22.1% hækkun á fasteignamati milli ára. Ekki á að sýna aðhald eða gefa eftir í framkvæmdum heldur stefnt á lántöku í A-hluta upp á 1.1 milljón króna í háu vaxtaumhverfi án þess þó að leggja höfuðáherslu á húsnæðisuppbyggingu.

Það vekur furðu að meirihlutinn skuli bóka við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að Akureyrarbær láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bjóða upp á nægar lóðir til húsnæðisuppbyggingar, með því að verja auknu fjármagni til skipulagsmála. Staðreyndin er sú að fjármagn til skipulagsmála hækkar aðeins um 3.4%. Þá dregur úr fjármagni til nýbyggingar gatna um tæp 5% milli ára. Samt liggur fyrir að fara verður í framkvæmdir við bæði áfanga 1 og 2 í Móahverfi þar sem fyrirhuguð er árs seinkun á byggingarhæfi lóða í fyrsta áfanga Móahverfis. Nú skiptir öllu máli að huga að húsnæðisuppbyggingu og ná strax tökum á þeirri fasteignabólu sem viðbúið er að myndist þegar markaðurinn tekur við sér í batnandi efnahagsumhverfi.

Öldungaráð - 32. fundur - 08.11.2023

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar kynnti vinnuna og ferlið vegna fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2024.
Öldungaráð þakkar Kristínu kærlega fyrir kynninguna.

Öldungaráði þykir miður að einungis sé gert ráð fyrir þremur niðurgreiddum máltíðum í viku í félagsmiðstöðvum fólksins, Sölku og Birtu. Sem og að ekki sé gert ráð fyrir lýðheilsustyrk fyrir eldri borgara í fjárhagsáætlun ársins 2024 og minnir á að fulltrúar öldungaráðs og EBAK munu fúslega aðstoða við skipulagningu og framkvæmd verkefnisins ef og þegar þess verður óskað.
Hjálmar Pálsson L-lista vék af fundi.

Bæjarráð - 3827. fundur - 16.11.2023

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sat Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð - 3827. fundur - 16.11.2023

Lögð fram gjaldskrá menningarmála fyrir árið 2024.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá menningarmála með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Fjórir fulltrúar bæjarráðs vísa fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2023-2026 til seinni umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.



Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista greiddi atkvæði gegn ákvörðun bæjarráðs og óskar bókað:

Ég tel ekki tímabært að vísa fjárhagsáætlun til seinni umræðu í bæjarstjórn. Það á bæði eftir að taka fyrir gjaldskrár og fasteignaskatt í bæjarráði og eins tel ég ráðlagt að bíða eftir nauðsynlegri umræðu í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga og áhrif þeirra á kjarasamningsviðræður.

Bæjarstjórn - 3537. fundur - 05.12.2023

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. nóvember 2023:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Fjórir fulltrúar bæjarráðs vísa fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2023-2026 til seinni umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista greiddi atkvæði gegn ákvörðun bæjarráðs og óskar bókað:

Ég tel ekki tímabært að vísa fjárhagsáætlun til seinni umræðu í bæjarstjórn. Það á bæði eftir að taka fyrir gjaldskrár og fasteignaskatt í bæjarráði og eins tel ég ráðlagt að bíða eftir nauðsynlegri umræðu í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga og áhrif þeirra á kjarasamningsviðræður.

Heimir Örn Árnason kynnti fjárhagsáætlun.

Til máls tóku Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Þórhallur Jónsson.
Fjárhagsáætlun er lögð fram og greidd atkvæði um hvern lið.



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur Sveitarsjóðs A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2024

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2025

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2026

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2027

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2024-2027



A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð

Eignasjóður gatna o.fl.



B-hluta stofnanir:

Félagslegar íbúðir

Strætisvagnar Akureyrar

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Hlíðarfjall

Hafnasamlag Norðurlands

Gjafasjóður ÖA

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Norðurorka hf.



Aðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2024 að fjárhæð -781.290 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2024 að fjárhæð 16.890.877 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með sex atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sátu hjá.



A-hluta stofnanir

i.
Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2024 að fjárhæð 209.036 þús. kr.

ii.
Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2024 að fjárhæð -30.174 þús. kr.

iii.
Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2024 að fjárhæð 195.152 þús. kr.



Allir þessir liðir A-hluta stofnana eru bornir upp í einu lagi og samþykktir með sex atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sátu hjá.



Samstæðureikningur:

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2024 að fjárhæð -407.277 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 43.701.732 þús. kr. er borinn upp til atkvæða og samþykktur með sex atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sátu hjá.



B-hluta stofnanir:

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2024 eru:

i.
Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -165.560 þús. kr.

ii.
Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 771 þús. kr.

iii.
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 13.047 þús. kr.

iv.
Hlíðarfjall, rekstrarniðurstaða -4.783 þús. kr.

v.
Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 418.518 þús. kr.

vi.
Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða 16 þús. kr.

vii.
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 125 þús. kr.

viii.
Norðurorka, rekstrarniðurstaða 606.840 þús. kr.



Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana bornar upp í einu lagi og samþykktar með sex atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sátu hjá.



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstrarniðurstöðu 2024 að fjárhæð 493.101 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2024 að fjárhæð 71.674.007 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með sex atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sátu hjá.



Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2024:

Fasteignir Akureyrar 1.752.500 þús. kr.

A-hluti 2.305.500 þús. kr.

B-hluti 3.042.500 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 5.348.000 þús. kr.

Framkvæmdayfirlit A- og B-hluta árið 2025 að fjárhæð 5.286.500 þús. kr. 2026 að fjárhæð 4.843.620 þús. kr. og 2027 að fjárhæð 4.680.000 þús. kr.



Framkvæmdayfirlitið borið upp og samþykkt með sex atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sátu hjá.



Þriggja ára áætlun

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluta með rekstrarniðurstöðu 2025 að fjárhæð 968.187 þús. kr., 2026 að fjárhæð 983.520 og 2027 að fjárhæð 1.086.639 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með sex atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn sátu hjá.



Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2024 lagðar fram:



a)
Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Bæjarstjórn mun svo á nýju ári taka starfsáætlanir til umræðu í tengslum við stefnuræður viðkomandi ráða.



Liður a) samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.



b)
Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum, markmið sveitarfélagsins í umhverfis- og loftslagsmálum og meta endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.



Liður b) samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.



c)
Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2024

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2024. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.



Liður c) samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.



Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.



Forseti lýsir því yfir að 5. liður dagskrárinnar ásamt 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 23. nóvember 2023 séu þar með afgreiddir.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Það er dapurlegt að sjá að félagslegum leiguíbúðum hafi ekki fjölgað á því ári sem er að líða og reyndar þvert á móti fækkað um eina. Það verður að teljast ólíklegt að hægt sé að treysta einvörðungu á stofnstyrki til að vinna niður langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Vitað er að þörf þeirra sem nú bíða er brýn. Þá er leitt að sjá að ekki standi til að bæta húsakost leikskólans Lundarsels-Pálmholts á þessu kjörtímabili. Öllum ætti að vera ljóst að að úrbætur eru mjög áríðandi. Áhugaleysi meirihlutans á umhverfis- og loftslagsmálum kemur skýrt fram í því að aðgerðaráætlun til þriggja ára hefur enn ekki verið samþykkt í bæjarstjórn. Verkefnið er lögbundið og drög að áætluninni hafi legið fyrir frá upphafi kjörtímabils. Metnaðarleysi meirihlutans í málaflokknum kemur einnig skýrt fram í því að ekki liggur fyrir markviss áætlun um að draga úr svifryksmengun, ekki nein áætlun um bætt leiðakerfi eða fjármögnun á uppbyggingu jöfnunarstoppistöðvar Strætisvagna Akureyrarbæjar og hvergi er að finna plön um samgöngustyrki á næsta ári.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Sveitarfélög landsins eru að ljúka fjárhagsáætlanagerð þessa dagana í ástandi sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu og óvissutímum á vinnumarkaði. Til að ná niður verðbólgunni þurfa allir að leggja lóð sitt á vogarskálarnar. Fjárhagsáætlun Akureyrar er um margt athyglisverð. Við erum að sjá miklar hækkanir á gjaldskrám, eða 9% að jafnaði. Þá leggur meirihlutinn til óbreytta fasteignaskattsprósentu, þrátt fyrir 16,6 % hækkun á fasteignamati milli ára. Ekki á að sýna aðhald eða gefa eftir í framkvæmdum. Þvert á móti er stefnt á lántöku vegna nýrra fjárfestinga upp á rúman milljarð í A-hluta og það í háu vaxtaumhverfi.

Þrátt fyrir mikil uppbyggingaráform er ekki verið að vinna að því með sama krafti að taka á móti nýjum íbúum. Sem dæmi á að draga úr fjárveitingum til nýbyggingu gatna um 5,5% milli ára þrátt fyrir þá staðreynd að nú þegar hefur orðið mikil seinkun á að fyrstu lóðir í Móahverfi verði byggingarhæfar. Við höfum ákveðnum skyldum að gegna þegar kemur að húsnæðisuppbyggingu í landinu og full ástæða til að sýna stórhug í þeim efnum og koma þannig í veg fyrir enn eina fasteignabóluna þegar markaðurinn tekur við sér aftur.

Að endingu finnst okkur miður að ekki hafi verið tekin afstaða til tillögu þess efnis að settar yrðu 10 milljónir í nýja atvinnustefnu Akureyrarbæjar en þetta er í annað sinn sem því er hafnað. Mikilvægt er að við horfum til framtíðar og setjum okkur markmið um hvert við viljum stefna sem sveitarfélag til lengri tíma.


Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Þórhallur Jónsson D-lista og Andri Teitsson L-lista óska bókað:

Í fjárhagsáætluninni er megin áhersla lögð á grunnkerfin okkar, velferðar- og fræðslumál. Komið verður til móts við barnafjölskyldur með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan 6 tíma leikskóla frá og með áramótum og gjöldin að öðru leyti tekjutengd. Þá verða gjöld fyrir frístund jafnframt tekjutengd. Stuðningsþjónusta í skólunum verður aukin og auknu fjármagni veitt til uppbyggingar og endurbóta á mannvirkjum. Gert er ráð fyrir að íbúðakjarni í Hafnarstræti verði tekinn í notkun á árinu og undirbúningur uppbyggingar á öðrum kjarna í Nonnahaga hafinn. Þjónustuíbúðir verða teknar í notkun í Dvergaholti og tvö smáhýsi sömuleiðis. Uppbygging íþróttamannvirkja heldur áfram af miklum krafti og Akureyrarbær mun ekki láta sitt eftir liggja í að bjóða upp á nægar lóðir til uppbygginga á húsnæði jafnt fyrir einstaklinga sem fyrirtæki með því að verja auknu fjármagni til skipulagsmála.

Öldungaráð - 34. fundur - 17.01.2024

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund öldungaráðs undir þessum lið.
Öldungaráð þakkar Kristínu fyrir komuna.

Bæjarráð - 3837. fundur - 08.02.2024

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 að fjárhæð 319,6 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er annars vegar til kominn vegna kjarasamninga og ákvæða um breytingar á launakjörum sem tóku gildi undir lok árs 2023 en lágu ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs og hins vegar vegna uppkaupa eigna vegna skipulagsmála.

Bæjarstjórn - 3541. fundur - 20.02.2024

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. febrúar 2024:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 1 að fjárhæð 319,6 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er annars vegar til kominn vegna kjarasamninga og ákvæða um breytingar á launakjörum sem tóku gildi undir lok árs 2023 en lágu ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs og hins vegar vegna uppkaupa eigna vegna skipulagsmála.

Heimir Örn Árnason kynnti.


Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.