Bæjarstjórn

3541. fundur 20. febrúar 2024 kl. 16:00 - 16:56 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Breytingar í nefndum - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2024020161Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Ólafur Kjartansson verði áheyrnarfulltrúi í stað Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Breytingar í nefndum - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2024020162Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Hermann Ingi Arason verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Ólafs Kjartanssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. febrúar 2024:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 1 að fjárhæð 319,6 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er annars vegar til kominn vegna kjarasamninga og ákvæða um breytingar á launakjörum sem tóku gildi undir lok árs 2023 en lágu ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs og hins vegar vegna uppkaupa eigna vegna skipulagsmála.

Heimir Örn Árnason kynnti.


Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2023-2027

Málsnúmer 2023121003Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lögð fram til samþykktar Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2023-2027.

Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar og Maron Pétursson aðstoðarslökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2023-2027 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 06-02-2024 12:17 sem gildir til ársins 2027.

5.Akureyrarflugvöllur - umsókn um endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2023030991Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Auglýsingu tillögu að endurskoðun deiliskipulags Akureyrarflugvallar lauk þann 20. nóvember sl. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu ásamt umsögnum frá Minjastofnun og Landsneti. Umsagnir frá Norðurorku, Slökkviliði Akureyrarbæjar, óshólmanefnd, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni höfðu borist á fyrri stigum málsins.

Afgreiðslu málsins var frestað á 413. fundi skipulagsráðs sem óskaði eftir svari umsækjanda við innkomnum athugasemdum og umsögnum og hafa þau svör nú verið móttekin.

Skipulagsráð telur svör skipulagshönnuðar fullnægjandi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi þegar uppfærð gögn liggja fyrir.

16. febrúar 2024 barst tölvupóstur frá Hólmgeiri Þorsteinssyni hjá Isavia þar sem óskað er eftir að tillaga að endurskoðun deiliskipulags fyrir Akureyrarflugvöll verði samþykkt með einni viðbótarbreytingu frá því að málið var afgreitt í skipulagsráði. Felur sú breyting í sér að lóð syðst á deiliskipulagssvæðinu verði felld út þar sem jarðvegsdýpi er mikið og því ekki vel til þess fallin að á henni verði byggt. Fyrir fundi bæjarstjórnar liggja uppfærð deiliskipulagsgögn og er fjallað um þessa breytingu í kafla 7.2 í greinargerð deiliskipulagsins ásamt öðrum breytingum sem gerðar hafa verið á gögnum eftir auglýsingu.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Jón Hjaltason og Halla Björk Reynisdóttir.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir lagði fram tillögu um að kafli um Brunná, núna merktur 4.8, haldist óbreyttur frá fyrra deiliskipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða breytingartillögu Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur um að umfjöllun um Brunná í kafla 4.8 verði óbreytt frá umfjöllun um sama efni í eldra deiliskipulagi, það er umfjöllun í kafla 3.05.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Akureyrarflugvöll með þeirri breytingu sem lögð var til eftir fund skipulagsráðs. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt svör við innkomnum umsögnum og athugasemdum.

6.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Málsnúmer 2022090822Vakta málsnúmer

Liður 16 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. janúar 2024:

Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til hafnarsvæðis við Torfunef. Breytingartillagan var auglýst 28. júní 2023 með athugasemdafresti til 16. ágúst. Ein athugasemd barst auk umsagna frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Norðurorku. Er tillagan lögð fram með nokkrum breytingum, eftir auglýsingu, sem tilgreindar eru í greinargerð.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með tilgreindum breytingum. Er skipulagsfulltrúa falið að leggja fram tillögu að umsögn við innkomnar athugasemdir sem lögð verður fram í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar sem nær til hafnarsvæðis við Torfunef með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn við innkomnar athugasemdir.

7.Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Blöndulínu 3, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 31. janúar 2024.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna og vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti. Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir og svo Halla Björk öðru sinni sem lagði fram tillögu að bókun bæjarstjórnar um málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagða skipulagslýsingu vegna Blöndulínu 3 og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Allir bæjarfulltrúar, að frátaldri Hildu Jönu Gísladóttur S-lista, óska bókað:

Bæjarstjórn áréttar að í skipulagslýsingu þessari er ekki tekin afstaða til þess hvort Blöndulína 3 innan Akureyrar verði loftlína eða jarðstrengur að hluta eða öllu leyti, enda standi yfir viðræður við Landsnet um útfærslu.

8.Norðurgata 3-7 - tillaga að uppbyggingu

Málsnúmer 2023021108Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7. Tillagan var auglýst 8. nóvember 2023 með athugasemdafresti til 27. desember og bárust tvær athugasemdir auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum m.a. til að koma til móts við hluta innkominna athugasemda.

- Útfærsla bílastæða innan lóðar breytist

- Stærð og staðsetning geymslu innan lóðar breytist

- Lóð færist um 40 cm fjær lóðarmörkum við Gránufélagsgötu 12 að hluta

- Byggingarreitur breytist lítillega

- Gert er ráð fyrir djúpgámum fyrir sorp innan lóðar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7 verði samþykkt með breytingum eftir kynningu sem gerðar eru til að koma til móts við innsendar athugasemdir. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að umsögn um innkomnar athugasemdir sem lögð verða fyrir bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7 með þeim breytingum sem gerðar eru eftir kynningu til að koma til móts við innsendar athugasemdir. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn við innkomnar athugasemdir.

9.Austurvegur 19 og 21 - fyrirspurn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2023011119Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey vegna áforma um að breyta 4 lóðum við Austurveg 15-21 lauk þann 1. febrúar sl.

Umsagnir bárust frá Norðurorku, Rarik, Minjastofnun Íslands og hverfisráði Hríseyjar. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Krossaneshöfn - fyrirspurn vegna lóðar fyrir síló og hafnarvog

Málsnúmer 2022030078Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi vegna áforma um að búa til nýja lóð fyrir síló og hafnarvog lauk þann 1. febrúar sl.

Umsagnir bárust frá Norðurorku, Hafnasamlagi Norðurlands og Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er gert ráð fyrir að í kynningargögnum verði útlitsmynd í þrívídd sem sýnir stærð og afstöðu fyrirhugaðra mannvirkja.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

Málsnúmer 2022060764Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. febrúar 2024:

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. febrúar 2024:

Lögð fram að nýju aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 23. nóvember sl. og fól þá fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarráði ásamt sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að forgangsraða og kostnaðarmeta aðgerðirnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Að mjög mörgu leyti er aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu mjög góð og þar er að finna margar mikilvægar aðgerðir. Hins vegar er miður að ekki sé vilji til þess að skoða neina útfærslu á samgöngusamningum eða styrkjum. Samgöngusamningar eru eitt besta tækið sem vinnuveitendur hafa til að hvetja starfsmenn til vistvænna samgangna. Vistvænar samgöngur geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og svifryksmengun, auk þess að auka ánægju, afköst og heilbrigði. Ýmis fyrirtæki og sveitarfélög bjóða starfsmönnum sínum upp á samgöngustyrki eða samninga og ætti Akureyrarbær að gera slíkt hið sama.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir og Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026.

12.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 8. og 15. febrúar 2024
Bæjarráð 8. og 15. febrúar 2024
Fræðslu- og lýðheilsuráð 12. febrúar 2024
Skipulagsráð 14. febrúar 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 6. febrúar 2024

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:56.