Bæjarráð

3837. fundur 08. febrúar 2024 kl. 08:15 - 11:44 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Borgarstefna

Málsnúmer 2022100251Vakta málsnúmer

Ingvar Sverrisson formaður starfshóps um borgarstefnu og Reinhard Reynisson sérfræðingur á Byggðastofnun kynntu drög að borgarstefnu.

Gunnar Már Gunnarsson bæjarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lára Halldóra Eiríksdóttir bæjarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.


Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna, fagnar framkomnum tillögum og þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu.

2.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2023

Málsnúmer 2023100247Vakta málsnúmer

Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnti niðurstöður þjónustukönnunar fyrir árið 2023.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Gunnar Már Gunnarsson bæjarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lára Halldóra Eiríksdóttir bæjarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

Bæjarráð telur mikilvægt að fá fram viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og þakkar þátttakendum fyrir mikilvægt framlag. Bæjarráð beinir því til sviða og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og úrvinnslu.

3.Starfsmat - niðurstöður 5 ára endurskoðunar BSRB og ASÍ

Málsnúmer 2024010193Vakta málsnúmer

Kynnt var framkvæmd og niðurstaða fimm ára endurskoðunar starfsmats fyrir útgefin störf félagsmanna í Einingu-Iðju og Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, sjá upplýsingar um starfsmat sveitarfélaga SAMSTARF á www.starfsmat.is.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessu lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðssjóra mannauðssviðs að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

4.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

Málsnúmer 2022060764Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. febrúar 2024:

Lögð fram að nýju aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 23. nóvember sl. og fól þá fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarráði ásamt sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að forgangsraða og kostnaðarmeta aðgerðirnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Að mjög mörgu leyti er aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu mjög góð og þar er að finna margar mikilvægar aðgerðir. Hins vegar er miður að ekki sé vilji til þess að skoða neina útfærslu á samgöngusamningum eða styrkjum. Samgöngusamningar eru eitt besta tækið sem vinnuveitendur hafa til að hvetja starfsmenn til vistvænna samgangna. Vistvænar samgöngur geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og svifryksmengun, auk þess að auka ánægju, afköst og heilbrigði. Ýmis fyrirtæki og sveitarfélög bjóða starfsmönnum sínum upp á samgöngustyrki eða samninga og ætti Akureyrarbær að gera slíkt hið sama.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 að fjárhæð 319,6 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er annars vegar til kominn vegna kjarasamninga og ákvæða um breytingar á launakjörum sem tóku gildi undir lok árs 2023 en lágu ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs og hins vegar vegna uppkaupa eigna vegna skipulagsmála.

6.Menningarsjóður 2024 - styrkumsóknir

Málsnúmer 2024020195Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar 2024 og lagðar fram til umræðu tillögur um afgreiðslu þeirra. Alls bárust 50 umsóknir um verkefnastyrki, 9 umsóknir um samningsbundna styrki og 1 umsókn um sumarstyrki ungs listafólks. Alls var sótt um styrki að upphæð kr. 24.650.000 og lagt til að veita styrki að upphæð kr. 9.825.000.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Hilda Jana Gísladóttir S-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt samhljóða atkvæðum.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

7.Iðnaðarsafnið á Akureyri

Málsnúmer 2023020025Vakta málsnúmer

Lagt fram til samþykktar samkomulag stofnaðila Iðnaðarsafnsins á Akureyri um fyrirkomulag reksturs safnsins næstu þrjú árin. Jafnframt lagður fram til samþykktar þriggja ára þjónustusamningur við Minjasafnið á Akureyri um rekstur Iðnaðarsafnsins.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag um fyrirkomulag reksturs Iðnaðarsafnsins á Akureyri næstu þrjú árin og framlagðan þjónustusamning við Minjasafnið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið og þjónustusamninginn.

8.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýst eftir framboðum í stjórn 2024

Málsnúmer 2024011585Vakta málsnúmer

Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 30. janúar 2024, þar sem óskað er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðsins. Tilnefningar og/eða framboð skulu berast fyrir kl. 12:00 þann 21. febrúar nk.

9.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2024

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 294. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 30. janúar 2024.

10.Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum (endurgreiðslur), 629. mál

Málsnúmer 2024020009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. janúar 2024 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum (endurgreiðslur), 629 mál 2024.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0937.html

11.Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða, veiðistjórn grásleppu, 521. mál

Málsnúmer 2024020125Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 1. febrúar 2024 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða, veiðistjórn grásleppu, 521. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/521/?ltg=154&mnr=521

12.Frumvarp til laga um um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna, fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán, 13. mál

Málsnúmer 2024020126Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 1. febrúar 2024 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna, fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán, 13. mál 2024.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0013.pdf

Fundi slitið - kl. 11:44.