Bæjarráð

3826. fundur 08. nóvember 2023 kl. 10:00 - 11:47 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Gunnar Már Gunnarsson (í gegnum fjarfundarbúnað) og Halla Björk Reynisdóttir fundinn undir þessum lið.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bókar:

Fjárhagsáætlunin endurspeglar hvorki ástandið í þjóðfélaginu né er hún gott innlegg í komandi kjaraviðræður. Við erum að sjá miklar hækkanir á gjaldskrám, eða 9% að jafnaði, og þá leggur meirihlutinn til óbreytta fasteignaskattsprósentu, þrátt fyrir 22.1% hækkun á fasteignamati milli ára. Ekki á að sýna aðhald eða gefa eftir í framkvæmdum heldur stefnt á lántöku í A-hluta upp á 1.1 milljón króna í háu vaxtaumhverfi án þess þó að leggja höfuðáherslu á húsnæðisuppbyggingu.

Það vekur furðu að meirihlutinn skuli bóka við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að Akureyrarbær láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bjóða upp á nægar lóðir til húsnæðisuppbyggingar, með því að verja auknu fjármagni til skipulagsmála. Staðreyndin er sú að fjármagn til skipulagsmála hækkar aðeins um 3.4%. Þá dregur úr fjármagni til nýbyggingar gatna um tæp 5% milli ára. Samt liggur fyrir að fara verður í framkvæmdir við bæði áfanga 1 og 2 í Móahverfi þar sem fyrirhuguð er árs seinkun á byggingarhæfi lóða í fyrsta áfanga Móahverfis. Nú skiptir öllu máli að huga að húsnæðisuppbyggingu og ná strax tökum á þeirri fasteignabólu sem viðbúið er að myndist þegar markaðurinn tekur við sér í batnandi efnahagsumhverfi.

2.Golfklúbbur Akureyrar - breytingar á félagssvæði GA

Málsnúmer 2023080307Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 3. nóvember 2023 þar sem Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar óskar eftir heimild Akureyrarbæjar til veðsetningar á eign GA, fastanúmer 215-2271, vegna lántöku upp á 114 milljónir króna. Lánið verði tekið til 7 ára vegna fjármögnunar byggingar fyrir inniaðstöðu GA með veði í greiðslum Akureyrarbæjar samkvæmt nýundirrituðum uppbyggingarsamningi ásamt veði í umræddri fasteign.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

3.Grímsey og Hrísey - ferjusamgöngur

Málsnúmer 2023110164Vakta málsnúmer

Rætt um ferjusamgöngur til og frá Grímsey og Hrísey. Grímseyjarferjan Sæfari er biluð og fer í slipp á næstu dögum. Tímabundinn samningur um rekstur Hríseyjarferjunnar rennur út um áramót.
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af samgöngumálum eyjanna. Tíðar bilanir á Grímseyjarferjunni, með tilheyrandi skertri þjónustu og öryggi íbúa og gesta, eru með öllu óviðunandi. Brýnt er að endurnýja ferjuna og skorar bæjarráð á Vegagerðina og innviðaráðherra að flýta kaupum á nýrri ferju eins og frekast er unnt.


Þá er að mati bæjarráðs nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi er um rekstur Hríseyjarferjunnar og tryggja að í framhaldinu verði þjónustustig ekki skert frá því sem nú er. Hríseyjarferjan Sævar er þjóðvegur íbúa og gesta til og frá Hrísey, núgildandi samningur um rekstur ferjunnar rennur út um áramót og ekki er vitað hvað tekur við.

4.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 16. október 2023

5.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. október 2023

6.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023030655Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 42. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 25. október 2023.
Bæjarráð vísar lið 1.a um húsnæðismál til umhverfis- og mannvirkjaráðs, lið 1.b um lóðir fyrir smáhýsi til skipulagsráðs og lið 2 um viðhald gatna til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Bæjarráð tekur undir ályktun hverfisráðsins varðandi þjónustustig ferjunnar.


Fundi slitið - kl. 11:47.