Bæjarráð

3824. fundur 26. október 2023 kl. 08:15 - 09:49 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Halla Björk Reynisdóttir L-lista mætti í forföllum Huldu ELmu Eysteinsdóttur.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2024-2027.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu Hulda Elma Eysteinsdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2024-2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Hlíðarfjall - gjaldskrá 2024

Málsnúmer 2023101078Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjármálasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023021215Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri upplýsinga- og vefstefnu Akureyrarbæjar til ársins 2026.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða upplýsinga- og vefstefnu Akureyrarbæjar ásamt áætlun um aðgerðir út næsta ár og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Markmið upplýsinga- og vefstefnunnar er einkum að tryggja gagnsæi og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um sveitarfélagið. Þá rammar stefnan jafnframt inn helstu áherslur og leiðbeiningar um notkun á vefjum sveitarfélagsins.

4.Menningarsjóður Akureyrar - breytingar á úthlutunarreglum

Málsnúmer 2022100551Vakta málsnúmer

Lagðar fram til samþykktar breytingar á úthlutunar- og vinnureglum Menningarsjóðs Akureyrar. Breytingarnar hafa það m.a. að markmiði að sem jafnast hlutfall verði milli þeirra fjármuna sem árlega eru bundnir í samstarfssamningum og þess sem veitt er í verkefnastyrki. Jafnframt eru lagðar til breytingar á viðmiðum um fjárhæðir styrkja og einfölduð viðmið sem höfð eru til hliðsjónar við mat á umsóknum.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á úthlutunar- og vinnureglum Menningarsjóðsins.

5.30 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Málsnúmer 2023100375Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2023 frá Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar þar sem vakin er athygli á 30 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Afmælisviðburður verður haldinn í Hofi 29. október næstkomandi. Óskað er eftir því að Akureyrarbær styðji við kaup Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á hörpu í tilefni tímamótanna.
Bæjarráð samþykkir að veita Sinfóníuhljómsveit Norðurlands afmælisstyrk upp á eina og hálfa milljón króna til kaupa á nýrri hörpu. Harpan mun bæði nýtast í tónleikahald og kennslu.


Bæjarráð óskar meðlimum og aðstandendum sinfóníuhljómsveitarinnar, og Norðlendingum öllum, til hamingju með 30 ára afmæli hljómsveitarinnar sem er og hefur verið eitt af flaggskipum menningarlífs á Norðurlandi.

6.Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál

Málsnúmer 2023100897Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 18. október 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0318.pdf
Bæjarráð vísar til fyrri bókunar 11. maí sl. og umsagnar skipulagsfulltrúa dagsett 12. maí sl. um sama mál, þegar frumvarpið var lagt fram í fyrra sinn. Bæjarráð leggur sem fyrr áherslu á að Akureyrarbær hefur áhuga á að taka þátt í að leita lausna varðandi húsnæðisvanda fyrir hælisleitendur í góðri samvinnu við ríkið, en telur varhugavert að tímabundið leyfi verði gefið til búsetu á atvinnusvæðum. Ekki er nægilega ljóst hvaða fordæmi verið er að setja með þessum breytingum. Bæjarráð telur að verði farið af stað með slíkar breytingar megi gera ráð fyrir þrýstingi um að slík leyfi verði framlengd og leiði mögulega til varanlegrar búsetu á svæðum sem ekki hafa verið skipulögð sem slík. Þá telur bæjarráð að skoða þurfi vel hvort og þá hvernig þessi breyting ef af verður hefur áhrif á þjónustu sveitarfélaga og að skýrari grein verði gerð fyrir því hvaða afsláttur verði gefinn á kröfum til íbúðarhúsnæðis á atvinnusvæðum.

7.Tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, 327. mál

Málsnúmer 2023101041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 19. október 2023 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, 327. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0334.pdf
Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu um fasta starfsstöð á Akureyri fyrir eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Að mati bæjarráðs væri þetta skynsamleg og löngu tímabær ráðstöfun til þess að tryggja betur öryggi fólks víða um land. Ekki er æskilegt að hafa allar þyrlur gæslunnar á sama svæðinu með tilliti til óveðurs, náttúruhamfara og annarra skakkafalla auk þess sem slíkt fyrirkomulag tryggir illa fullnægjandi þjónustu við fjarlægari landshluta, einkum Norður- og Austurland. Mikil tækifæri felast í tengingu við sjúkraflugið sem er staðsett á Akureyri og augljós samlegðaráhrif þegar kemur að mönnun og þjónustu við sjúkraflug og þyrlu.

8.Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd

Málsnúmer 2023101042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. október 2023 frá innviðaráðuneytinu um nýja reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Reglugerðin hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum. Ráðuneytið hefur jafnframt birt leiðbeiningar um framkvæmd íbúakosninga á vef sínum. Sérstök athygli er vakin á þeim breytingum sem hafa verið gerðar á framkvæmd íbúakosninga sem fram fara að frumkvæði sveitarstjórnar og ekki eru bindandi.
Bæjarráð vísar til umsagnar Akureyrarbæjar frá 29. ágúst 2023 þegar drög að reglunum voru lögð fyrir bæjarráð:


"Akureyrarbær gerir athugasemdir við eftirfarandi í drögunum:

Að ekki sé gert ráð fyrir rafrænni íbúakosningu en þarna er tilvalið tækifæri til þess að hafa rafræna kosningu með tilkomu rafrænna skilríkja eða í það minnsta að hafa slíkan valkost. Sú framkvæmd sem reglugerðin kveður á um nýtist sveitarfélögum illa nema íbúakosning fari fram samhliða öðrum kosningum, s.s. sveitarstjórnarkosningum.

Framkvæmdin sem þarna er lögð til er ekki til þess fallin að styðja við þá þróun og stefnu sem rafrænum lausnum er ætlað að skila og snúa m.a. að einfaldara aðgengi fyrir notendur, sem og hvatningu um þátttöku íbúanna. Þetta tilkynnist hér með".

Fundi slitið - kl. 09:49.