Bæjarráð

3801. fundur 09. mars 2023 kl. 08:15 - 12:04 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjaráð samþykkir framlögð drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

2.Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026

Málsnúmer 2022030528Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2023 frá Guðbrandi Sigurðssyni framkvæmdastjóra Brynju leigufélags þar sem kynnt eru áform um uppbyggingu leiguíbúða fyrir öryrkja á Akureyri á næstu árum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gengið var frá viljayfirlýsingu milli Brynju og Akureyrarbæjar um stækkun eignasafnsins á Akureyri um 32 íbúðir á árunum 2022 til 2026. Bæjarráð fagnar því að uppbygging á leiguíbúðum er að ganga eftir eins og lagt var upp með og að stofnframlög fyrir um 10 íbúðir verði nýtt á þessu ári.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023 - athugasemdir EFS

Málsnúmer 2023030045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem vakin er athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun 2023 uppfylli sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar fyrir A-hluta.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Starfshópur um borgarstefnu - C.4

Málsnúmer 2022100251Vakta málsnúmer

Ingvar Sverrisson formaður starfshóps um borgarstefnu og Reinhard Reynisson sérfræðingur á Byggðastofnun mættu á fundinn og sögðu frá verkefninu.

Þá sátu fundinn undir þessum lið Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Gunnar Már Gunnarsson bæjarfulltrúi. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Lára Halldóra Eiríksdóttir, Andri Teitsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar Ingvari Sverrissyni og Reinhard Reynissyni fyrir komuna á fundinn.

5.Strandgata 3 - BSO

Málsnúmer 2023030215Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 1. mars 2023 þar sem stjórnendur BSO óska eftir framlengingu á stöðuleyfi leigubílastöðvar við Strandgötu.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Nú liggur fyrir að undirbúningur er hafinn við úthlutun á byggingarlóð á þessu svæði og í því ljósi getur bæjarráð ekki framlengt stöðuleyfi nema til þess tíma er framkvæmdir geta hafist. Bæjarráð samþykkir því að framlengja stöðuleyfi leigubílastöðvar til 1. febrúar 2024 og felur bæjarstjóra að ræða við stjórnendur BSO.

Hilda Jana Gísladóttir situr hjá.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er miður að Akureyrarbær sé enn ekki búinn að ljúka þeim undirbúningi sem þarf til að hefja uppbyggingu og bæta aðgengi og umferðaröryggi á svæðinu.

6.Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra

Málsnúmer 2022110134Vakta málsnúmer

Lagður fram til umfjöllunar og samþykktar uppfærður samstarfssamningur sveitarfélaga um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Menningarfélag Akureyrar - beiðni um viðbótarframlag

Málsnúmer 2023030235Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 3. mars 2023 þar sem Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri f.h. Menningarfélags Akureyrar óskar eftir viðbótarframlagi að fjárhæð kr. 4.000.000 svo framlengja megi sýningartímabil söngleiksins Chicago.

Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita Menningarfélagi Akureyrar viðbótarframlag að fjárhæð kr. 3.000.000 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Hlynur Jóhannsson situr hjá.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég fagna því að bæjarráð veiti viðbótarframlag til Menningarfélags Akureyrar. Mér finnst þó miður að ekki hafi verið hægt að verða við ósk Menningarfélags Akureyrar um viðbótarframlag að upphæð kr. 4.000.000, en beiðnin var vel rökstudd og forsendur hennar skýrar.

8.Ferðamálafélag Hríseyjar - samstarfssamningur 2023

Málsnúmer 2023030238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2023 frá Ferðamálafélagi Hríseyjar þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi Akureyrarbæjar og félagsins en þriggja ára samningur rann út í lok árs 2022. Helstu verkefni samningsins eru rekstur upplýsingamiðstöðvar í húsi Hákarla Jörundar, umsjón með Minjasafninu Holti og almenningssalernum í eyjunni. Framlag Akureyrarbæjar til verkefnanna var kr. 780.000 og óskar félagið eftir að það hækki í kr. 1.200.000 á næsta þriggja ára samningstímabili.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að útbúa drög að samningi við Ferðamálafélag Hríseyjar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.

9.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2023011377Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 48. og 49. fundar stjórnar SSNE dagsettar 10. febrúar og 1. mars 2023.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. febrúar 2023.

11.Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál

Málsnúmer 2023030041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 28. febrúar 2023 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0025.pdf

Fundi slitið - kl. 12:04.