Bæjarráð

3809. fundur 17. maí 2023 kl. 10:00 - 11:34 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Kjaraviðræður 2023

Málsnúmer 2022120476Vakta málsnúmer

Umfjöllun um stöðu yfirstandandi kjaraviðræna.

Halla Margrét Tryggvadótir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársreikningur og ársskýrsla 2021-2022

Málsnúmer 2022070112Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar ásamt ársskýrslu fyrir árið 2022.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2021-2022

Málsnúmer 2022042170Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2022.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - forsendur

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að forsendum fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2024 og drög að tekjuáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

5.Nýjar leikskóladeildir 2023

Málsnúmer 2023031120Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 18. apríl 2023:

Máli vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá fræðslu- og lýðheilsuráði.

Lagt fram minnisblað dagsett 21. mars 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla og framkvæmda í Krógabóli. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna. Auk þess óskar fræðslu- og lýðheilsuráð að nýta mögulegt svigrúm í búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir stofnbúnaði við að setja upp leikskóladeildir í Síðuskóla og Oddeyrarskóla.

Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla, framkvæmdir og kostnaður við breytingar á leikskólum vegna inntöku yngri barna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir í og við Oddeyrarskóla og Síðuskóla og breytingar á nokkrum leikskólum vegna inntöku 12 mánaða barna. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar eru kr. 176 milljónir. Kostnaðurinn skiptist þannig að 31 milljón fer af viðhaldi fasteigna, 14 milljónir af götum og stígum vegna bifreiðastæða, 25 milljónir úr stofnbúnaðarsjóði og 106 milljónir í framkvæmdaáætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að sækja um viðauka í framkvæmdaáætlun til bæjarráðs að upphæð 106 milljónir og skiptist hann svona, Síðuskóli kr. 39 milljónir, Oddeyrarskóli kr. 44 milljónir og breytingar á fjórum leikskólum kr. 23 milljónir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kr. 25 milljónir fari af framkvæmdaáætlun af liðnum stofnbúnaður í aðalsjóði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Samþykkjum þennan viðauka og fögnum auknu samstarfi grunn- og leikskóla. Leggjum samt sem áður mikla áherslu á að nemendum á öllum skólastigum í Oddeyrarskóla verði tryggð smíðakennsla.

6.Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2023

Málsnúmer 2023050718Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 12. maí 2023 frá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 22. maí 2023 kl. 13:30 á Greifanum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara með atkvæði bæjarins á aðalfundinum.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023 - athugasemdir EFS

Málsnúmer 2023030045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. maí 2023 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023. Ekki þarf að bregðast sérstaklega við bréfinu nema óskað sé eftir frekari upplýsingum eða leiðbeiningum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.Hlíðarfjallsvegur - niðurfelling hluta vegar af vegaskrá

Málsnúmer 2023040650Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. maí 2023:

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 2. maí 2023:

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dagsett 17. apríl 2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni og Tómasi Birni Haukssyni verkefnastjóra nýframkvæmda og viðhalds gatna að koma með tillögu að bókun á næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð hafnar því að hluti Hlíðarfjallsvegar, um 1,6 km langur kafli milli Rangárvalla og Hrímlands falli af þjóðvegaskrá með þeim rökum Vegagerðar að þar sem tengivegir enda í þéttbýli skuli þeir ná að fyrstu þvergötu sem tilheyrir vegakerfi þéttbýlis og enda þar.

Í b. staflið 2. mgr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 eru tengivegir skilgreindir. Þar segir m.a. að tengivegir séu vegir sem ná til þéttbýlisstaða með færri en 100 íbúa og tengja þá við stofnvegakerfið og vegir að fjölsóttum ferðamannastöðum utan þéttbýlis. Þar sem tengivegur endar í þéttbýli skal tengja hann fyrstu þvergötu sem tilheyrir vegakerfi þéttbýlisins og enda þar.

Þéttbýli er skilgreint svo í skipulagslögum nr. 123/2010 að það sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Þá megi afmarka þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Akureyrarbær nýtti sér það að afmarka þéttbýli ofan við orlofsbyggðina Hrímland með öðrum hætti þegar aðalskipulagi var breytt árið 2018. Þar sem Hrímland er orlofsbyggð er enginn þar með fasta búsetu og því nær það ekki að vera þéttbýli skv. skipulagslögum. Þá tilheyrir Hrímland ekki vegakerfi þéttbýlisins en vegurinn er í einkaeigu Hálanda ehf. og er ekki í umsjá Akureyrarbæjar en bærinn kom ekkert að gerð vegarins. Þá liggur Hlíðarfjallsvegur að fjölsóttum ferðamannastað utan þéttbýlis.

9.Skjalastefna Akureyrarbæjar og verklagsreglur - endurskoðun 2023

Málsnúmer 2022101138Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð skjalastefna Akureyrarbæjar ásamt uppfærðum verklagsreglum um meðferð skjala.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða skjalastefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til bæjarstjórnar til umræðu og afgreiðslu.

10.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2022-2026

Málsnúmer 2023030583Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsett 9. maí 2023.
Bæjarráð vísar liðum 1, 2, 3 og 5 til fræðslu- og lýðheilsuráðs og lið 4 til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

11.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023010813Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 163. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 2. maí 2023.
Bæjarráð vísar lið 5.a, varðandi vorheimsókn, til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

12.Hafnasamlag Norðurlands 2023 - fundargerðir

Málsnúmer 2023010868Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 279. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands dagsett 10. maí 2023.

13.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2023011377Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 52. fundar stjórnar SSNE dagsett 3. maí 2023.

Fundi slitið - kl. 11:34.