Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 78. fundur - 24.06.2020

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 80. fundur - 02.09.2020

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2021.

Frístundaráð - 81. fundur - 09.09.2020

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun 2021.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn í upphafi en véku af fundi undir umræðum.

Frístundaráð - 83. fundur - 14.10.2020

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2021. Tillögur að gjaldskrám lagðar fram til kynningar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 84. fundur - 28.10.2020

Yfirferð á starfs- og fjárhagsáætlun 2021 fyrir fund með bæjarstjórn þann 29. október.

Frístundaráð - 85. fundur - 18.11.2020

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 86. fundur - 02.12.2020

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 87. fundur - 16.12.2020

Umræða um fjárhagsáætlun 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Í samningum við íþróttahreyfinguna segir m.a. að fjárhæðir séu með fyrirvara um framlög úr bæjarsjóði í fjárhagsáætlun hvers árs. Í ljósi erfiðrar stöðu bæjarsjóðs samþykkir frístundaráð að þjónustusamningar við íþróttahreyfinguna verði frystir í eitt ár og þeir þættir í rekstrarsamningum, aðrir en launaliðir, taki ekki hækkunum á árinu 2021.

Frístundaráð - 88. fundur - 13.01.2021

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2021 lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir starfsáætlun 2021.

Starfsáætlunin er unnin í anda samstarfssáttmála bæjarstjórnar þar sem lögð er áhersla á að vernda viðkvæma hópa og málefni barna og ungmenna sett í forgang. Af einstökum verkefnum má nefna að starfsemi Punktsins verður að mestu lögð niður í Rósenborg og hluta komið fyrir í öðru húsnæði bæjarins. Komið verður á mælaborði sem sýnir stöðu ungs fólks í sveitarfélaginu og ný aðgerðaáætlun barnvæns sveitarfélags mun verða til. Starfsemi Ungmennahússins verður tekin til endurskoðunar og áhersla verður á að efla þjónustu sem fellur undir Virkið og aukið við rafræna þjónustu. Þjónusta við félagsstarf eldri borgara í Víðilundi og Bugðusíðu verður samþætt og lögð áhersla á að auka við heilsueflandi tilboð í starfseminni.

Öldungaráð - 11. fundur - 25.01.2021

Starfsáætlun frístundaráðs lögð fram til kynningar. Í áætluninni eru tilgreind verkefni sem snúa m.a. að félagsstarfi eldri borgara.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Á árinu 2021 vinnur frístundaráð Akureyrarbæjar að því að áherslur í félagsstarfi eldri borgara taki meira mið af heilsueflandi aðgerðum. Þetta verði gert í samstarfi við Háskólann á Akureyri og íþróttahreyfinguna. Öldungaráð fagnar þessu markmiði frístundaráðs.

Mikilvægt er að EBAK - Félag eldri borgara og öldungaráð taki virkan þátt í markmiðssetningu og skipulagningu þessa mikilvæga verkefnis.

Öldungráð tilnefnir Halldór Gunnarsson sem tengilið vegna verkefnisins og Valgerði Jónsdóttur til vara.


Punkturinn:

Ráðið ítrekar svohljóðandi bókun sína frá 9. mars 2020.

„Fjöldi eldri borgara og annarra hópa hefur notið góðrar aðstöðu og þjónustu á Punktinum á undanförnum árum.

Eldri borgurum fjölgar hratt og því mun frekar þurfa að bæta við rými til félagsstarfs, en að þrengja að því. Öldungaráð telur mikilvægt að taka tillit til þessara atriða þegar fjallað er um framtíð Punktsins.“


Ráðið bendir einnig á, að ef hluti starfs Punktsins verður flutt í Víðilund þarf að gera ráð fyrir kostnaði við breytingar á húsnæði og viðbótar bílastæðum.

Frístundaráð - 93. fundur - 14.04.2021

Farið yfir starfsáætlun frístundaráðs og stöðu verkefna eftir fyrstu þrjá mánuði ársins.

Frístundaráð - 97. fundur - 23.06.2021

Farið yfir starfsáætlun frístundaráðs og stöðu verkefna eftir fyrstu sex mánuði ársins.