Öldungaráð

11. fundur 25. janúar 2021 kl. 09:00 - 10:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2020

Málsnúmer 2021011256Vakta málsnúmer

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup.
Öldungaráð bendir á að með svo almennri spurningu um þjónustu við eldri borgara fást ekki mjög gagnleg svör. Samt er slæmt að sjá að þessi málaflokkur kemur verr út en flestir aðrir. Ráðið hefur oft bent á nauðsyn yfirgripsmikillar könnunar á högum og þjónustu við eldri borgara. Ráðið hefur einnig lagt fram margar tillögur og hugmyndir að bættri þjónustu.

2.Starfsreglur öldungaráðs

Málsnúmer 2020030048Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræða og vinna við gerð starfsreglna fyrir öldungaráð.
Öldungaráð felur Arnrúnu Höllu Arnórsdóttur, Sigríði Stefánsdóttur og Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra samfélagssviðs að klára starfsreglurnar og leggja fyrir næsta fund.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Starfsáætlun frístundaráðs lögð fram til kynningar. Í áætluninni eru tilgreind verkefni sem snúa m.a. að félagsstarfi eldri borgara.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Á árinu 2021 vinnur frístundaráð Akureyrarbæjar að því að áherslur í félagsstarfi eldri borgara taki meira mið af heilsueflandi aðgerðum. Þetta verði gert í samstarfi við Háskólann á Akureyri og íþróttahreyfinguna. Öldungaráð fagnar þessu markmiði frístundaráðs.

Mikilvægt er að EBAK - Félag eldri borgara og öldungaráð taki virkan þátt í markmiðssetningu og skipulagningu þessa mikilvæga verkefnis.

Öldungráð tilnefnir Halldór Gunnarsson sem tengilið vegna verkefnisins og Valgerði Jónsdóttur til vara.


Punkturinn:

Ráðið ítrekar svohljóðandi bókun sína frá 9. mars 2020.

„Fjöldi eldri borgara og annarra hópa hefur notið góðrar aðstöðu og þjónustu á Punktinum á undanförnum árum.

Eldri borgurum fjölgar hratt og því mun frekar þurfa að bæta við rými til félagsstarfs, en að þrengja að því. Öldungaráð telur mikilvægt að taka tillit til þessara atriða þegar fjallað er um framtíð Punktsins.“


Ráðið bendir einnig á, að ef hluti starfs Punktsins verður flutt í Víðilund þarf að gera ráð fyrir kostnaði við breytingar á húsnæði og viðbótar bílastæðum.

4.Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

Málsnúmer 2020050512Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um félagsstarf fullorðinna sem í boði var sumarið 2020 og með tilkomu styrks frá félagsmálaráðuneytinu.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Vísað er til bókunar frá 31. ágúst 2020 þar sem ánægju var lýst með aukið félagsstarf. En ítrekað er að bæta hefði mátt skipulag og framboð með samráði og samvinnu við öldungaráð og Félag eldri borgara. Þessi ábending á einnig við um önnur verkefni sem unnin voru með styrk frá félagsmálaráðuneytinu.

Fundi slitið - kl. 10:40.