Frístundaráð

78. fundur 24. júní 2020 kl. 12:00 - 13:26 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að mál nr. 2020060681 Íþróttafélagið Þór - leiga og afnot af Steinnesi yrði tekið af dagskrá fundarins.
Var það samþykkt.

1.Rekstur íþróttafélaga - samantektir frá Karli Guðmundssyni

Málsnúmer 2012050062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit Karls Guðmundssonar verkefnastjóra þar sem búið er að taka saman helstu tölur úr ársreikningum stærstu íþróttafélaga á Akureyri og settar upp í samanburði við fyrri ár.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela formanni frístundaráðs og forstöðumanni íþróttamála að boða forsvarsmenn Fimleikafélags Akureyrar á fund sem fyrst og kalla eftir ársreikningi félagsins.

2.Knattspyrnufélag Akureyrar - aðgangur keppenda á N1 að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2020060386Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2020 frá Sævari Péturssyni framkvæmdastjóra KA þar sem óskað er eftir því að félagið þurfi ekki að greiða aðgangseyri fyrir þá þátttakendur N1 mótsins sem fara í Sundlaug Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs. Jafnframt er starfsmönnum falið að hefja vinnu við gerð verklagsreglna vegna aðkomu bæjarins að íþróttamótum.

3.Ungmennafélag Akureyrar - stuðningur við frjálsíþróttaviðburði

Málsnúmer 2020060206Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju drög að samningi við UFA vegna stuðnings við frjálsíþróttaviðburði. Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 10. júní sl.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundráð samþykkir samninginn.

4.Íþróttafélagið Þór - dansleikur í Boganum

Málsnúmer 2019060361Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. apríl 2020 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leyfi til að halda lokaball Pollamóts Þórs í Boganum þann 4. júlí nk. Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 6. maí sl.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindið með þeim takmörkunum sem gilda og að því tilskyldu að farið verði eftir þeim tilmælum sem Almannavarnir hafa sett fram.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

6.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020030015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar - apríl 2020.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

7.Skákfélag Akureyrar

Málsnúmer 2015060184Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Skákfélags Akureyrar.

Fundi slitið - kl. 13:26.