Frístundaráð

97. fundur 23. júní 2021 kl. 12:00 - 13:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Viðar Valdimarsson M-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.
Þura Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Félagsmiðstöðvar Víðilundi og Bugðusíðu. Tillaga um heiti.

Málsnúmer 2021061420Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Bjarka Ármanni Oddssyni forstöðumanni tómstundamála þar sem lögð er fram tillaga um nöfn á félagsmiðstöðvarnar í Víðilundi og Bugðusíðu.
Frístundaráð samþykkir að félagsmiðstöðvarnar í Víðilundi og Bugðusíðu fái heitin Salka (Víðilundur) og Birta (Bugðusíða) félagsmiðstöðvar fólksins.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsáætlun frístundaráðs og stöðu verkefna eftir fyrstu sex mánuði ársins.

3.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021050001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til maí 2021.


4.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.


5.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra vegna framkvæmda og viðhaldsáætlana.

Málið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 8. júní sl.
Frístundaráð telur mikilvægt að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 verði gert ráð fyrir fjármagni til viðhaldsverkefna sem tilgreind eru í minnisblaðinu. Frístundaráð óskar eftir að farið verði í að kostnaðargreina verkefnin áður en til lokaafgreiðslu kemur.

6.Rekstur íþróttamannvirkja og íþróttafélaga

Málsnúmer 2012050062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit þar sem búið er að taka saman helstu tölur úr ársreikningum íþróttafélaga með rekstrar- og/eða þjónustusamning við Akureyrarbæ og settar upp í samanburði við fyrri ár.

Fundi slitið - kl. 13:45.