Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 56. fundur - 16.05.2019

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2020. Tímalína fjárhagsáætlunar lögð fram til kynningar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 57. fundur - 05.06.2019

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2020.

Frístundaráð - 58. fundur - 21.06.2019

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur starfsmönnum að vinna málið áfram út frá umræðu á fundinum.
Hulda Margrét Sveinsdóttir vék af fundi kl. 11:20.

Frístundaráð - 59. fundur - 14.08.2019

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020.

Frístundaráð - 60. fundur - 28.08.2019

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Drög að fjárhagsáætlun og gjaldskrárbreytingum lögð fram til kynningar ásamt tillögum til hagræðingar.

Frístundaráð - 61. fundur - 11.09.2019

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Frístundaráð - 62. fundur - 16.09.2019

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Steindór Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar, Kristján Snorrason byggingastjóri viðhaldsdeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir umræðum um viðhalds- og framkvæmdaverkefni frístundaráðs.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna-frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir framlagðar gjaldskrárbreytingar og vísar þeim til bæjarráðs.

Frístundaráð samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og vísar henni til bæjarráðs.

Frístundaráð leggur áherslu á að farið verði í að greina áhrif hagræðingaaðgerða á kyn og aldur.

Frístundaráð - 65. fundur - 23.10.2019

Gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá.

Bæjarráð - 3659. fundur - 31.10.2019

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:

Gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Meirihluti frístundaráðs samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hækkun gjaldskrár Hlíðarfjalls verði að jafnaði um 2,5%. Frítt verði í Hólabraut. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3462. fundur - 05.11.2019

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 31. október 2019:

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:

Gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Meirihluti frístundaráðs samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að hækkun gjaldskrár Hlíðarfjalls verði að jafnaði um 2,5%. Frítt verði í Hólabraut. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Andri Teitsson kynnti málið.
Meirihluti bæjarstjórnar staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Frístundaráð - 67. fundur - 20.11.2019

Farið yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun frístundaráðs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóra ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Afgreiðslu frestað.

Frístundaráð - 68. fundur - 04.12.2019

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram minnisblað vegna framkvæmda- og viðhaldsverkefna árið 2020.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að eftirtalinn búnaður í íþróttamannvirkjum verði endurnýjaður úr búnaðarsjóði UMSA á árinu 2020:

- Sláttuvél og sandara í Golfvallarhús (106-6130); kr. 4.000.000.

- Áhöld (stökkbretti og air track) í fimleikasal Íþróttamiðstöðvar Giljaskóla (106-5130); kr. 3.000.000.

- Fótboltamörk í Bogann (106-5150) og á Félagssvæði KA (106-5180); kr. 2.000.000.



Jafnframt óskar frístundaráð eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að á árinu 2020 verði farið í:

- Að endurnýja og skipta um ljós og lýsingu í sal Skautahallarinnar.

- Að þrífa og merkja tartan á frjálsíþróttavellinum (Þórsvelli) og inni í Boganum.

Frístundaráð - 71. fundur - 05.02.2020

Endurskoðuð starfsáætlun frístundaráðs, m.t.t. samþykktrar fjárhagsáætlunar, lögð fram til samþykktar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir endurskoðaða starfsáætlun. Helstu breytingar eru m.a. að:

- Draga úr framlagi til sumarvinnu skólafólks

- Færa starfsemi Punktsins að hluta til upp í Víðilund

- Fækka vinnustundum um 20 hjá 16 og 17 ára ungmennum í Vinnuskólanum

- Draga úr yfirvinnu í Ungmennahúsi og í starfsemi félagsmiðstöðva

- Loka Glerárlaug yfir sumarmánuðina.



Fjárhagsrammi frístundaráðs í málaflokki 106 (Æskulýðs- og íþróttamál) er kr. 2.292.461.000 og í málaflokki 102 (tómstundamál) kr. 104.889.000.



Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista sat hjá.