Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Steindór Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar, Kristján Snorrason byggingastjóri viðhaldsdeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir umræðum um viðhalds- og framkvæmdaverkefni frístundaráðs.
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna-frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir framlagðar gjaldskrárbreytingar og vísar þeim til bæjarráðs.
Frístundaráð samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og vísar henni til bæjarráðs.
Frístundaráð leggur áherslu á að farið verði í að greina áhrif hagræðingaaðgerða á kyn og aldur.
Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:
Gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hækkun gjaldskrár Hlíðarfjalls verði að jafnaði um 2,5%. Frítt verði í Hólabraut. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 31. október 2019:
Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:
Gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hækkun gjaldskrár Hlíðarfjalls verði að jafnaði um 2,5%. Frítt verði í Hólabraut. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deildarstjóri íþróttamála lagði fram minnisblað vegna framkvæmda- og viðhaldsverkefna árið 2020.
Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að eftirtalinn búnaður í íþróttamannvirkjum verði endurnýjaður úr búnaðarsjóði UMSA á árinu 2020:
- Sláttuvél og sandara í Golfvallarhús (106-6130); kr. 4.000.000.
- Áhöld (stökkbretti og air track) í fimleikasal Íþróttamiðstöðvar Giljaskóla (106-5130); kr. 3.000.000.
- Fótboltamörk í Bogann (106-5150) og á Félagssvæði KA (106-5180); kr. 2.000.000.
Jafnframt óskar frístundaráð eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að á árinu 2020 verði farið í:
- Að endurnýja og skipta um ljós og lýsingu í sal Skautahallarinnar.
- Að þrífa og merkja tartan á frjálsíþróttavellinum (Þórsvelli) og inni í Boganum.