Frístundaráð

61. fundur 11. september 2019 kl. 12:00 - 14:20 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Félag eldri borgara á Akureyri - húsnæðismál

Málsnúmer 2018100452Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2018 frá Hauki Halldórssyni formanni Félags eldri borgara á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum við stjórnendur Akureyrarbæjar um húsnæðismál Félags eldri borgara á Akureyri.

Erindið var tekið fyrir á fundi ráðsins þann 21. nóvember 2018 og var þá sviðsstjóra og formanni ráðsins falið að eiga fund með fulltrúum EBAK.
Frístundaráð getur ekki komið til móts við beiðni Félags eldri borgara á Akureyri um aukið rými í Bugðusíðu.

2.Framkvæmd viðmiðunarstundaskrár grunnskólans

Málsnúmer 2019030180Vakta málsnúmer

Á fundi fræðsluráðs þann 18. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Jóni Baldvin Hannessyni skólastjóra Giljaskóla dagsett þann 21. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir því að fræðsluráð taki afstöðu til óska íþróttafélaga og annarra aðila um undanþágu frá viðmiðunarstundaskrá fyrir grunnskólanemendur vegna íþróttaæfinga og annarrar tómstundaiðkunar.

Fræðsluráð vísar erindinu til umræðu og kynningar.
Frístundaráð tekur undir bókun fræðsluráðs en felur deildarstjóra íþróttamála að kanna hvort íþróttafélög séu að setja á íþróttaæfingar á skólatíma nú á haustönninni.

3.Íshokkísamband Íslands - HM kvenna í íshokkí á Akureyri 2020

Málsnúmer 2019090039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. ágúst 2019 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdastjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir fjárhagslegri aðkomu Akureyrarbæjar að heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí sem fer fram á Akureyri 23.- 29. febrúar 2020.
Frístundaráð samþykkir að frítt verði í sund fyrir þátttakendur meðan á mótinu stendur.

Beiðni um styrk vegna hátíðarboðs er vísað til bæjarráðs.

Ráðið getur ekki orðið við öðrum beiðnum.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

Fundi slitið - kl. 14:20.