Frístundaráð

68. fundur 04. desember 2019 kl. 12:00 - 13:50 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri nýframkvæmda hjá UMSA mætti á fundinn og kynnti teikningar af nýju siglingahúsi Nökkva.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar Andreu Sif fyrir kynninguna.

2.Auglýsingar í íþróttamannvirkjum og á íþróttasvæðum

Málsnúmer 2019110559Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram drög að reglum um auglýsingar á íþróttasvæðum og í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að uppfæra reglurnar miðað við umræður á fundinum og jafnframt að ræða við rekstraraðila íþróttamannvirkjanna.

3.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 2018040115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. desember 2019 frá Kristrúnu Lind Birgisdóttur formanni Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til endurnýjunar á tímatökubúnaði.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum frá Skíðafélaginu.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram minnisblað vegna framkvæmda- og viðhaldsverkefna árið 2020.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að eftirtalinn búnaður í íþróttamannvirkjum verði endurnýjaður úr búnaðarsjóði UMSA á árinu 2020:

- Sláttuvél og sandara í Golfvallarhús (106-6130); kr. 4.000.000.

- Áhöld (stökkbretti og air track) í fimleikasal Íþróttamiðstöðvar Giljaskóla (106-5130); kr. 3.000.000.

- Fótboltamörk í Bogann (106-5150) og á Félagssvæði KA (106-5180); kr. 2.000.000.Jafnframt óskar frístundaráð eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að á árinu 2020 verði farið í:

- Að endurnýja og skipta um ljós og lýsingu í sal Skautahallarinnar.

- Að þrífa og merkja tartan á frjálsíþróttavellinum (Þórsvelli) og inni í Boganum.

5.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

6.Frístundaráð - fundaáætlun 2020

Málsnúmer 2019120003Vakta málsnúmer

Fundaáætlun frístundaráðs fyrir vorönn 2020 lögð fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir framlagða fundaáætlun.

Fundi slitið - kl. 13:50.