Frístundaráð

58. fundur 21. júní 2019 kl. 08:15 - 11:45 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að taka mál nr. 2019060361 - Íþróttafélagið Þór - dansleikur í Boganum inn á dagskrá fundarins og jafnframt að mál nr. 2016030107 Stólalyfta í Hlíðarfjalli verði tekið af dagskrá.
Var það samþykkt.

1.Íþróttafélagið Þór - húsnæði fyrir píludeild

Málsnúmer 2016110182Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2019 frá ÍBA fyrir hönd Píludeildar Þórs varðandi aðstöðuleysi deildarinnar og ósk um að horft verði til aðstöðu fyrir deildina í suðursal Íþróttahúss Laugargötu.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að eiga viðræður við Íþróttafélagið Þór varðandi nýtingu á umræddu rými í Laugargötu fyrir deildir Þórs.

2.Atvinnuþátttaka afreksíþróttaefna ÍBA

Málsnúmer 2019050161Vakta málsnúmer

Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 16. maí og 5. júní sl. Á fundinum 5. júní var starfsmönnum falið að afla frekari ganga sem nú eru lögð fram.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir bar upp vanhæfi sitt og vék af fundi undir þessum lið.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð getur ekki að svo stöddu orðið við erindinu. Ráðið vill þó með vísan í íþróttastefnu bæjarins hvetja forstöðumenn stofnana bæjarins þar sem afreksíþróttafólk er í vinnu að veita því svigrúm til að stunda sína afreksþjálfun og keppni með sveigjanlegum vinnutíma.

Viðar Valdimarsson M-lista og Berglind Guðmundsdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.



Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA óskaði eftir að bókað yrði að ÍBA harmi þessa ákvörðun ráðsins í ljósi samþykktrar íþróttastefnu.

3.Stofnun fimleikadeildar KA - samruni FIMAK

Málsnúmer 2019060211Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2019 frá Ingvari Gíslasyni formanni KA þar sem óskað er eftir aðkomu Akureyrarbæjar og ÍBA til að ljúka viðræðum með það að markmiði að haustdagskrá fimleika á Akureyri verði undir merkjum Fimleikadeildar KA frá 1. ágúst 2019.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra íþróttamála að uppfæra samning Akureyrarbæjar og FIMAK er tekur á skuld FIMAK við Akureyrarbæ.

4.Golfklúbbur Akureyrar - véla- og tækjakaup 2019

Málsnúmer 2019060097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2019 frá framkvæmdarstjóra GA þar sem óskað er eftir styrkveitingu að upphæð kr. 4.250.000 vegna endurnýjunar á véla- og tækjabúnaði félagsins.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins en mun taka erindið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Berglind Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

5.Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030

Málsnúmer 2019050411Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stefnumótun mennta- og

menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum 2019-2030.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

6.Hjólabretta- og línuskautagarður

Málsnúmer 2019050598Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2019 frá íþróttadeild og forvarna- og frístundadeild Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir því að hjólabrettagarðinum fyrir ofan Borgir (Háskólasvæðið) verði fundin ný staðsetning.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar hjá ungmennaráði.

7.Vinnuskóli

Málsnúmer 2019040283Vakta málsnúmer

Orri Stefánsson umsjónarmaður Vinnuskóla Akureyrarbæjar gerði grein fyrir starfseminni sumarið 2019.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

8.Ungmennahús - skýrsla vetrarstarf 2018 - 2019

Málsnúmer 2019060262Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla frá Ungmennahúsi vegna vetrarstarfsins 2018 - 2019.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

9.Punkturinn - skýrsla vetrarstarf 2018 - 2019

Málsnúmer 2019060263Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla frá Punktinum vegna vetrarstarfsins 2018 - 2019.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

10.FÉLAK - skýrsla vetrarstarf 2018 - 2019

Málsnúmer 2019060261Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla frá FÉLAK vegna vetrarstarfsins 2018 - 2019.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

11.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur starfsmönnum að vinna málið áfram út frá umræðu á fundinum.
Hulda Margrét Sveinsdóttir vék af fundi kl. 11:20.

12.Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra 2019

Málsnúmer 2019060146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2019 þar sem Helga María Pétursdóttir framkvæmdastjóri Eyþings greinir frá áformum stjórnar Eyþings um að halda viðburð ungmenna á Norðurlandi eystra árið 2019. Óskað er eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélögin á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing.



Þura Björgvinsdóttir og Gunnborg Petra Jóhannsdóttir fulltrúar ungmennaráðs ásamt Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur starfsmanni ráðsins sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari umfjöllunar í frístundaráði og ungmennaráði.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð lýsir yfir áhuga á því að taka þátt í verkefninu og felur deildarstjóra forvarna- og frístundadeildar að fylgja því eftir að tilnefndir verði aðilar úr ungmennaráði og hópi starfsmanna í stýrihóp.

13.Leikhús unga fólksins - beiðni um samstarf

Málsnúmer 2019060139Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2019 frá Mörtu Nordal leikhússtjóra LA og Völu Fannel leiklistarkennara og leikstjóra þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær styrki leiklistarskóla unga fólksins sumarið 2019 með því að taka þátt í launakostnaði þeirra ungmenna sem munu taka þátt í leiklistarskólanum að því sem nemur launum Vinnuskólans.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

Berglind Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

14.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2019.
Frestað til næsta fundar.

15.Íþróttafélagið Þór - dansleikur í Boganum

Málsnúmer 2019060361Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júní 2019 frá Reimari Helgasyni framkvæmdarstjóra Þórs þar sem félagið óskar eftir leyfi til að halda dansleik í Boganum 6. júlí nk.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Ellert Örn Erlindsson sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 11:45.