Skipulagsráð

412. fundur 15. nóvember 2023 kl. 08:15 - 11:46 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Þórhallur Jónsson varaformaður
 • Jón Þorvaldur Heiðarsson
 • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Jón Hjaltason
 • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
 • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
 • María Markúsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
 • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista mætti í forföllum Sifjar Jóhannesar Ástudóttur.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - ákvörðun um endurskoðun

Málsnúmer 2022090355Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa um vinnu í tengslum við ákvörðun um endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Málið var síðast á dagskrá skipulagsráðs 25. október sl. og var afgreiðslu frestað.

2.Gránufélagsgata 22 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018030161Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar vegna áforma á Gránufélagsgötu 22 lauk þann 1. nóvember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu að deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar skv. 3.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hafnarstræti 80-82 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023110413Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2023 þar sem Pollurinn ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðanna Hafnarstræti 80 og 82.

Breytingin felur í sér eftirfarandi:

- Lítillega stækkun Hafnarstrætis 80 til suðurs.

- Tengingu nýbyggingar við Hafnarstræti 84.

- Aukning á byggingarmagni verður um 540 m².


Meirihluti skipulagsráðs heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits til samræmis við framlögð gögn. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

4.Rangárvellir - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023101100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2023 þar sem Rut Kristinsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla. Breytingin felur í sér stofnun nýrrar lóðar austan núverandi lóðar Landsnets.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samráði við umsækjanda.
Fylgiskjöl:

5.Hafnarstræti 100B - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023110095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2023 þar sem Rahim Hamarostami f.h. Turnsins Akureyri ehf. óskar eftir leyfi til að staðsetja söluvagn á hjólum aftan við Hafnarstræti 100B.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

6.Stapasíða 17A - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023101065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2023 þar sem Elín Svana Lárusdóttir sækir um leyfi til byggingar garðskúrs á lóð nr. 17A við Stapasíðu.

Stærð skúrs er um 13 m². Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr skipulagslaga 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Stapasíðu 17B-E.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Hlíðarvellir - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023110089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. atNorth ehf. sækir um lóð við Hlíðarvelli sem í deiliskipulagi er merkt sem lóð B og er staðsett austan núverandi lóðar fyrirtækisins. Umrædd lóð er 7.882 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,5.

Meðfylgjandi er greinargerð og afstöðumynd.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar erindinu til bæjarráðs sem hefur með atvinnumál að gera.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.


Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að lóð B við Hlíðarvelli 1 verði úthlutað til atNorth ehf. án auglýsingar.


Sóley Björk Stefánsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Sindri Krisjánsson S-lista óska bókað eftirfarandi:

Við teljum skipulagsráð ekki hafa forsendur að svo stöddu til að taka upplýsta ákvörðun um áframhaldandi uppbyggingu gagnavera á Akureyri. Sveitarfélagið þarf að setja sér stefnu varðandi uppbyggingu gagnavera í bæjarlandinu. Það liggur ekki fyrir hversu orkufrek þessi uppbygging er og hvert svigrúmið er þá til annarra stórnotenda sem mögulega hefðu hug á atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

8.Grímseyjargata 2 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023110299Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7.nóvember 2023 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Búvís ehf. leggur fram fyrirspurn um hvort heimilt sé að aka beint út á Grímseyjargötu frá fyrirhugaðri bílaþvottastöð í vesturenda húsnæðis við Grímseyjargötu 2.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til að umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs og Hafnasamlags Norðurlands liggur fyrir.

9.Búðartangi 6 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2023101323Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október 2023 þar sem Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir sækir um frest til að hefja framkvæmdir á lóð við Búðartanga 6, Hrísey.

Sótt er um frest til ágúst 2024.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. maí 2024.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Norðurtangi 7 og 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019060125Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sunnu Axelsdóttur f.h. Bústólpa ehf. dagsett 3. nóvember 2023 þar sem óskað er eftir rökstuðningi vegna ákvörðunar skipulagsráðs frá 25. október sl. þar sem umsókn Bústólpa um lóð nr. 7 og 9 við Norðurtanga var hafnað.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu í samráði við bæjarlögmann.

11.Hamrar og Kjarnaskógur - götuheiti

Málsnúmer 2023110383Vakta málsnúmer

Formlegt heiti vantar á götu sem liggur upp að Hömrum frá Kjarnagötu og götu sem liggur að blakvelli í Kjarnaskógi.
Skipulagsráð óskar eftir tillögum nafnanefndar að heitum á umræddar götur.

12.Óshólmar Eyjafjarðarár - framkvæmdir innan hverfisverndarsvæðis

13.Ytri-Varðgjá - umsagnarbeiðni um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna hótelbyggingar

Málsnúmer 2023061168Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2023 þar sem Eyjafjarðarsveit óskar umsagnar Akureyrarbæjar um tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár vegna áforma um hótelbyggingu með allt að 120 herbergjum. Umsagnarfrestur er veittur til 21. desember 2023. Meðfylgjandi eru skipulagsuppdrættir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur en bendir jafnframt á eftirfarandi:

Hótelbygging á umræddum stað mun vafalítið auka umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarenda um Leirustíg. Því er brýnt að Vegagerðin flýti áætluðu hringtorgi á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Eyjafjarðarbrautar eystri og göngubrú yfir Eyjafjarðará meðfram Leirubrú. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að Eyjafjarðarsveit haldi áfram með stíginn sem verið er að leggja meðfram Leiruvegi svo ná megi öruggri tengingu yfir þjóðveginn að Vaðlaskógi, Skógarböðunum og fyrirhuguðu hóteli.

14.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrstu drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2024-2033.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 939. fundar, dagsett 26. október 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 940. fundar, dagsett 1. nóvember 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:46.