Velferðarráð

1286. fundur 03. október 2018 kl. 14:00 - 16:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri öa
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 2018040006Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrstu átta mánaða ársins 2018 lögð fram til kynningar.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - velferðarsvið

Málsnúmer 2018060382Vakta málsnúmer

Umræða um drög að fjárhagsáætlun fyrir búsetusvið, fjölskyldusvið og Öldrunarheimili Akureyrar 2019. Áður tekið fyrir 22. ágúst, 19. og 26. september 2018.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkti framlagðar tillögur að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs, búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir árið 2019 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.Rekstrarniðurstaða í áætlunum er eftirfarandi:Búsetusvið kr. 2.426.669.000

Fjölskyldusvið kr. 848.164.000

Velferðarráð kr. 24.127.000

Öldrunarheimili Akureyrar kr. 331.000.000Velferðarráð óskar eftir því við bæjarráð að til viðbótar við ofangreint, verði gert ráð fyrir 74 m.kr. til reksturs vistunarúrræðis fyrir barn, skv. beiðni barnaverndarnefndar í áætlun búsetusviðs.Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hermann Ingi Arason V-lista og Sigrún Elva Briem M-lista óska eftir að fært sé til bókunar:

Það eru vonbrigði að meirihlutinn skuli ekki hafa viljað óska eftir fjármagni til að undirbúa stofnun áfangaheimilis.Dagbjört Pálsdóttir S-lista, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista og Róbert Freyr Jónsson L-lista óska eftir því að fært sé til bókunar:

Meirihluti velferðarráðs leggur áherslu á að vilji er til að koma á fót áfangaheimili á kjörtímabilinu. Undirbúningur að þeirri vinnu er skilgreindur í starfsáætlun og er grundvöllur þess að hægt sé að meta þá kosti sem eru í stöðunni og taka ákvörðun út frá þeim.

3.Starfsáætlanir velferðarráðs 2019

Málsnúmer 2018080271Vakta málsnúmer

Umræða um drög að starfsáætlunum búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir árið 2019.

Áður tekið fyrir 22. ágúst, 19. og 26. september 2018 og var Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs falið að uppfæra starfsáætlun í samræmi við tillögu að fjárhagsáætlun.

4.Búsetusvið - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 2018090415Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað um þróun gjaldskrár í heimaþjónustu. Í fjárhagsáætlun ársins 2019 var gert ráð fyrir 2,9% hækkun gjaldskrár skv. ákvörðun bæjarráðs.
Fundarlið frestað til næsta fundar.

5.Stefna- og framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar 2018-2022

Málsnúmer 2018090291Vakta málsnúmer

Vilborg Þórarinsdóttir formaður Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar sat fundinn undir þessum lið og lagði fram til kynningar stefnu og framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar.

6.Eden alternative / hugmyndafræði

Málsnúmer 2013120037Vakta málsnúmer

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og lagði fram til kynningar nýtt upplýsingarit Öldrunarheimila Akureyrar "Lyklar vellíðunar" sem ætlað er íbúum, fjölskyldum og starfsfólki. (www.akureyri.is/oldrunarheimili/frettir/lyklar-vellidunar).

7.Stefna og áherslur í málefnum einstaklinga með heilabilun/Alzheimer

Málsnúmer 2017080028Vakta málsnúmer

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og sagði frá ráðningu hjúkrunarfræðings sem sinnir ráðgjöf á sviði heilabilunar. Um er að ræða verkefni sem m.a. tengist væntanlegum breytingum á starfsemi ÖA og tekur mið af samstarfsverkefnum sem ÖA hefur unnið að með Alzheimersamtökunum.

Fyrsta nýjung eða verkefni sem þegar hefur litið dagsins ljós, er að efna til "aðstandendaskóla" sem mun byggja á grunni aðferða frá Danmörku um sambærilegt form.

8.Þróun náms og námsefnis um velferðartækni

Málsnúmer 2018010419Vakta málsnúmer

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og greindi stuttlega frá vinnu í tengslum við nýsköpunar og þróunarverkefni við gerð námsskrárinnar sem unnin er í samstarfi við Símey, Framvegis og velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Áformuð prufukeyrsla á náminu sem áætluð var í október hefur verið frestað til janúar - febrúar 2019.

9.ÖA - breyting á skammtímarými í dagþjálfunarrými

Málsnúmer 2018030309Vakta málsnúmer

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og kynnti í stuttu máli framvindu og vinnu við undirbúning nýsköpunar og þróunarverkefnis um að fjölga dagþjálfunarrýmum í Austurhlíð frá næstu áramótum.

Fundi slitið - kl. 16:40.