Velferðarráð

1326. fundur 07. október 2020 kl. 14:00 - 16:05 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri öa
  • Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Sérstakur húsnæðisstuðningur - endurskoðun á reglum 2020

Málsnúmer 2020100139Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi kynnti minnisblað sitt dagsett 7. október 2020.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

2.Reglur Akureyrarbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021

Málsnúmer 2020100143Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum Akureyrarbæjar um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn frá tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur kynnti minnisblað sitt dagsett 7. október 2020.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir sitt leyti og vísar áfram til bæjarstjórnar.

3.Fjölsmiðjan á Akureyri - skipan fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2015100168Vakta málsnúmer

Nýr aðalmaður skipaður í stjórn Fjölsmiðjunnar á Akureyri í stað Friðbjargar Sigurjónsdóttur sem setið hefur í stjórninni sem aðalmaður fyrir Akureyrarbæ.
Velferðarráð samþykkir að skipa Arnar Þór Jóhannesson sem aðalmann í stjórn Fjölsmiðjunnar á Akureyri fyrir hönd Akureyrarbæjar.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020040595Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar janúar - ágúst 2020.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

5.Seldur matur - til heimsendingar

Málsnúmer 2020100132Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf til búsetusviðs Akureyrarbæjar dagsett 29. september 2020 þar sem Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greinir frá að lagt sé til að eldhús ÖA leggi af framleiðslu á mat í matarbökkum frá og með nk. áramótum. Um er að ræða svokallaðan "heimsendan mat" sem búsetusvið selur og annast dreifingu á heim til eldra fólks.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur sviðsstjóra búsetusviðs að vinna að málinu áfram og upplýsa ráðið um framgang þess.

6.Stefna og áherslur í málefnum einstaklinga með heilabilun/Alzheimer

Málsnúmer 2017080028Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt um Aðstandendaskóla fyrir maka og fullorðin börn einstaklinga með heilabilun og starfsemina veturinn 2019-2020.

Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

7.Viðauki búsetusviðs vegna ársins 2020

Málsnúmer 2020090414Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og þjónustukjarnans við Klettaborg. Að auki er lagt til að tekjuauki verði gerður vegna þjónustukjarnans í Hafnarstræti 28-30.

Málið var áður á dagskrá 16. september 2020.
Velferðarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:05.