Málsnúmer 2014030072Vakta málsnúmer
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA rakti undirbúning sem staðið hefur yfir um tveggja ára skeið varðandi endurbætur á tækjum og búnaði í aðaleldhúsi ÖA og möguleikum til að aðlaga framleiðsluferlið að aðferðum "Cook and Chill". Málið var áður rætt á fundum velferðarráðs 18. apríl 2018 og 6. júní 2018.
Lagði framkvæmdastjóri ÖA fram samning við fyrirtækið RC-associates, International Foodservice Consultants, um framkvæmd á hagkvæmnisathugun, ráðgjöf og tillögugerð að skipulagi og tímaáætlun vegna þessara breyttu aðferða við matseld í eldhúsi ÖA.
Fyrir liggja styrkir frá Framkvæmdasjóði aldraðra vegna þessa verkefnis og þarf nú að útfæra nánar hvernig staðið verður að endurnýjun búnaðar og aðstöðu og þjálfunar starfsfólks. Markmiðið er að haga endurbótum þannig að samhliða verði hægt að halda uppi reglulegri starfsemi.
Lokahluti í hagkvæmnisúttektinni er kynning á niðurstöðum hennar.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.