Umhverfis- og mannvirkjasvið - fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 2017050203

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 16. fundur - 01.09.2017

Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar mætti á fundinn og kynnti viðhaldsáætlun ársins 2018.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 17. fundur - 08.09.2017

Unnið áfram að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri kom á fundinn og fór yfir áætlun ársins 2018 fyrir Slökkviliðið á Akureyri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 18. fundur - 15.09.2017

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlunargerð ársins 2018.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 19. fundur - 29.09.2017

Unnið að heildaráætlun ársins 2018 fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 20. fundur - 13.10.2017

Lögð fram fjárhagsáætlun 2018 fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 22. fundur - 22.11.2017

Unnið að nýframkvæmdaáætlun 2018-2020.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir fasteignahlutann.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir Umhverfismiðstöðina.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir eignasjóð gatna og fleira.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir B-hluta fyrirtækin: Félagslegar leiguíbúðir, Strætisvagnar Akureyrar og Bifreiðastæðasjóður.
Hermann Ingi Arason V-lista vék af fundi kl. 16:50.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 23. fundur - 01.12.2017

Lagt fram til kynningar frumvarp að fjárfestingaráætlun fyrir árið 2018 fyrir seinni umræðu í bæjarráði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 23. fundur - 01.12.2017

Lagðar fram starfsáætlanir fyrir árið 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir starfsáætlanir umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2018 með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 27. fundur - 23.02.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 21. febrúar 2018 vegna nýframkvæmdaverkefna í umhverfismálum árið 2018.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framkvæmdaáætlun samkvæmt framlögðum gögnum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 30. fundur - 13.04.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 11. apríl 2018 vegna yfirbræðslu gatna sumarið 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða áætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 32. fundur - 18.05.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 14. maí 2018 um forgangsröðun nýframkvæmda í gangstéttum og stígum árið 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir forgangsröðunina.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 34. fundur - 15.06.2018

Lagðar fram til kynningar starfsáætlanir umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2018.

Bæjarráð - 3619. fundur - 29.11.2018

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 23. nóvember 2018:

Lagðir fram til kynningar viðaukar við fjárhagsáætlun ársins 2018 dagsettir 13. nóvember 2018. Einnig verklagsreglur um gerð viðauka hjá sveitarfélögum frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettar 7. nóvember 2018.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða viðauka við framkvæmdayfirlit ársins 2018 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði. Heildarniðurstaða er lækkun um 26,3 milljónir kr.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs og vísar til viðauka.