Umhverfis- og mannvirkjaráð

16. fundur 01. september 2017 kl. 08:15 - 11:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður tæknideildar
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Samgönguvika 2017

Málsnúmer 2017050205Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur að dagskrá Samgönguviku sem verður 16.- 22. september 2017.

2.Framkvæmdamiðstöð - tækjakaup 2013-2017

Málsnúmer 2013010325Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að kaupum á körfubíl fyrir umhverfismiðstöðina að upphæð 19 milljónir króna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin á körfubílnum og að kostnaðinum verði skipt á tvö ár, 2017 og 2018.

3.Sorpmál - þjónustusamningar

Málsnúmer 2010020076Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa ráðsins í verkefnislið um endurnýjun þjónustusamninga í sorpmálum 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Gunnar Gíslason D-lista og Eirík Jónsson S-lista sem fulltrúa ráðsins í verkefnisliðinu. Ráðið óskar eftir tilnefningu frá bæjarráði.

4.Glerárskóli - framtíðarsýn

Málsnúmer 2017080128Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa ráðsins í verkefnislið vegna fyrirhugaðra breytinga í Glerárskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen B-lista sem fulltrúa ráðsins í verkefnisliðinu. Ráðið óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá frístundaráði og tvo fulltrúa frá fræðsluráði.

5.Hlíðarskóli - framtíðarsýn

Málsnúmer 2017080129Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa ráðsins í verkefnislið vegna fyrirhugaðra breytinga í Hlíðarskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Gunnar Gíslason D-lista sem fulltrúa ráðsins í verkefnisliðinu. Ráðið óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá fræðsluráði.

6.Íbúðalánasjóður - möguleg kaup á fasteignum sjóðsins

Málsnúmer 2017060071Vakta málsnúmer

Lögð fram kauptilboð vegna Höfðahlíðar 2 og Norðurgötu 45.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupsamningana og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

7.Drottningarbrautastígur - syðsti hluti

Málsnúmer 2017080131Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 29. ágúst 2017 vegna framkvæmdanna.

8.Umhverfis- og mannvirkjasvið - fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 2017050203Vakta málsnúmer

Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar mætti á fundinn og kynnti viðhaldsáætlun ársins 2018.

9.Verkfundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010343Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

Bygging íbúða fyrir fatlaða: 11. fundur verkefnisliðs dagsettur 22. ágúst 2017.

Listasafn: 4.- 6. verkfundur dagsettir 27. júní, 13. júlí og 18. júlí 2017.

Rangárvallastígur: 6.- 9. verkfundur dagsettir 1., 7., 13. og 20. júní 2017.

Smáhýsi 3. fundur dagsettur 21. febrúar 2017.

Fundi slitið - kl. 11:30.