Umhverfis- og mannvirkjaráð

30. fundur 13. apríl 2018 kl. 08:15 - 12:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
  • Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
Dagskrá
Matthías Rögnvaldsson L-lista mætti í forföllum Sæbjargar Sylvíu Kristinsdóttur.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista mætti í forföllum Hermanns Inga Arasonar.

1.Stöðuskýrslur rekstrar 2017

Málsnúmer 2017020164Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla fyrir rekstur umhverfis- og mannvirkjasviðs 2017 dagsett 9. apríl 2018.

Aðalheiður Magnúsdóttir frá rekstrardeild umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.

2.Hop on Hop off - beiðni um afnot af biðstöðvum Strætó

Málsnúmer 2018040137Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 10. apríl 2018 frá Tryggva Sveinbjörnssyni um afnot af ákveðnum biðstöðvum Strætisvagna Akureyrar vegna verkefnisins Hop on Hop off.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita afnot af biðstöðvum sem tilraunaverkefni í eitt ár. Forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar er falið að fara yfir merkingar á biðskýlunum og vagninum sem notaður verður í verkefnið.

3.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015-2018 - útboð

Málsnúmer 2015100044Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2018 vegna ákvæðis um framlenginu gildandi samninga um eitt ár.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja gildandi samninga um eitt ár.

4.Hreinsun gatna - útboð á götusópun 2018

Málsnúmer 2018020517Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2018 vegna opnunar tilboða í hreinsun gatna. Einnig lagt fram minnisblað dagsett 12. apríl 2018 um hreinsun götukanta.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við Hreinsitækni ehf. Einnig samþykkir ráðið að sækja um viðauka að upphæð 9 milljónir króna vegna hreinsunar götukanta í bænum.

5.Grasþökur innkaup - verðfyrirspurn 2018

Málsnúmer 2018040035Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 11. apríl 2018 vegna opnunar tilboða í innkaup á grasþökum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við Benedikt Hjaltason um innkaup á grasþökum til tveggja ára.

6.Íslenska gámafélagið - varðandi endurnýjun þjónustusamninga í sorpmálum 2018

Málsnúmer 2018030378Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 22. mars 2018 frá Íslenska gámafélaginu ehf um endurnýjun þjónustusamninga í sorpmálum 2018.

7.Vaðlaheiðargöng - samkomulag vegna búnaðar í göngunum

Málsnúmer 2018030360Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Vaðlaheiðargöng hf um framlag til Slökkviliðs Akureyrar og Þingeyjarsveitar vegna Vaðlaheiðarganga.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að samningi með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

8.Skotfélagið - frágangur á skotsvæði

Málsnúmer 2018040140Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 11. apríl 2018 vegna frágans á skotsvæði félagsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í að klára frágang á svæðinu enda sé allri malartöku lokið.

9.Miðbær - endurbætur

Málsnúmer 2017050008Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat dagsett 6. apríl 2018 vegna endurbóta í göngugötunni í miðbæ Akureyrar.
Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.

10.Bílaklúbbur Akureyrar - drenun svæðis

Málsnúmer 2018010434Vakta málsnúmer

Lögð fram minnisblöð dagsett 16. febrúar og 14. mars 2018.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni í verklið 1, skurður ofan svæðis, að upphæð 4 milljónir króna og verklið 2, lögn meðfram spyrnubraut, að upphæð 50 milljónir króna samkvæmt framlögðu minnisblaði frá Jónasi Valdimarssyni dagsett 14. mars 2018.

Ráðið óskar eftir viðauka vegna verksins til bæjarráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ganga til samninga við Bílaklúbb Akureyrar um framkvæmd verksins.Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista óskar bókað að hann samþykki verklið 1 en hafni verklið 2.

11.Drottningarbrautarreitur - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2016040154Vakta málsnúmer

Lögð fram minnisblöð dagsett 6. og 11. apríl 2018 vegna opnunar tilboða í innkaup á hellum og yfirborðsfrágang á reitnum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að semja við lægstbjóðendur.

12.Fjárhagsáætlun 2018 - umhverfis- og mannvirkjasvið

Málsnúmer 2017050203Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 11. apríl 2018 vegna yfirbræðslu gatna sumarið 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða áætlun.

13.Yfirborðsmerking gatna 2016 - 2017

Málsnúmer 2016010146Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 11. apríl 2018 vegna ákvæðis í gildandi samningi um framlengingu hans um eitt ár.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár.

14.Umhverfis- og mannvirkjasvið - stjórnsýslubreytingar

Málsnúmer 2018040126Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar stöðumat vegna stjórnsýslubreytinganna sem tóku gildi 1. janúar 2017 dagsett 15. mars 2018. Stöðumatið var unnið af RR Ráðgjöf ehf.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar málinu til næsta fundar.

15.Verkfundargerðir 2018

Málsnúmer 2018010235Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

Drottningarbrautarstígur Leikhúsbrú jarðvinna: 2. verkfundur dagsettur 1. mars 2018.

Drottningarbrautarstígur Leikhúsbrú bryggjusmíði: 1.- 2. verkfundur dagsettir 5. mars og 3. apríl 2018.

Listasafn endurbætur: 17.- 19. verkfundur dagsettir 8. og 22. mars og 5. apríl 2018.

Naustahverfi Hagar: 2.- 6. verkfundur dagsettir 7. og 21. febrúar, 7. og 20. mars og 4. apríl 2018.

Fundi slitið - kl. 12:15.