Umhverfis- og mannvirkjaráð

18. fundur 15. september 2017 kl. 08:15 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 - umhverfis- og mannvirkjasvið

Málsnúmer 2017050203Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlunargerð ársins 2018.

2.Hafnarstræti 73 og 75 - kauptilboð

Málsnúmer 2017080044Vakta málsnúmer

Lagður fram kaupsamningur dagsettur 12. september 2017 um kaup Hótel Akureyri ehf á fasteignunum Hafnarstræti 73-75.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kauptilboðið.

3.Íbúðalánasjóður - möguleg kaup á fasteignum sjóðsins

Málsnúmer 2017060071Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð Akureyrarbæjar í Gránufélagsgötu 22, íbúð 0101, að upphæð kr. 7.000.000.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kauptilboðið og vísar því til bæjarráðs.

4.Drottningarbrautarstígur - syðsti hluti

Málsnúmer 2017080131Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð sem bárust í framkvæmdir við syðsta hluta Drottningarbrautarstígsins. Alls bárust tvö tilboð:G. Hjálmarsson hf kr. 14.873.950 94%

Finnur ehf kr. 20.991.300 133%Kostnaðaráætlun kr. 15.746.700 100%
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda G. Hjálmarsson hf.

Fundi slitið - kl. 11:00.