Öldrunarheimili Akureyrar

Málsnúmer 2016030150

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3499. fundur - 23.03.2016

Rætt um rekstur ÖA.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í ljósi yfirlýsingar ríkisstjórnar um aðkomu ríkisins að rekstrarvanda hjúkrunarheimila, að kalla þegar í stað eftir viðræðum við heilbrigðis- og fjármálaráðherra um rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3506. fundur - 19.05.2016

Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar sagði frá fundi sem hann og bæjarstjóri áttu með heilbrigðis- og fjármálaráðherra um rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir minnisblaði frá lögfræðingi um stöðu og ábyrgð sveitarfélagsins gagnvart rekstri öldrunarheimilanna.

Bæjarráð - 3515. fundur - 21.07.2016

Lagt fram minnisblað dagsett 13. júlí 2016 um stöðu og ábyrgð sveitarfélagsins gagnvart rekstri öldrunarheimilanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Málinu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð - 3516. fundur - 04.08.2016

Lagt fram minnisblað dagsett 13. júlí 2016 um stöðu og ábyrgð sveitarfélagsins gagnvart rekstri öldrunarheimilanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3520. fundur - 01.09.2016

Farið yfir rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir opnum fundi með heilbrigðisráðherra í september um stöðu og framtíðarrekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3541. fundur - 26.01.2017

Umræður um rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Guðmundur Hallvarðsson formaður stjórnar Hrafnistu og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Magnús Kristjánsson frá KPMG fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir góðar og upplýsandi umræður.

Bæjarráð - 3545. fundur - 23.02.2017

Kynnt staða á úttekt á rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Magnús Kristjánsson frá KPMG, Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Róbert Freyr Jónsson varaformaður velferðaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3569. fundur - 28.09.2017

Farið yfir rekstur 2017 og fjárhagsáætlun 2018 fyrir Öldrunarheimili Akureyrar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3570. fundur - 12.10.2017

Kynnt staða á úttekt á rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Á fundinn mættu Magnús Kristjánsson frá KPMG, Halldór S. Guðmundsson framkvæmdstjóri ÖA, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, Halldór Gunnarsson stjórnarmaður í öldungaráði og Erla Björg Guðmundsdóttir formaður velferðarráðs. Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3421. fundur - 17.10.2017

Umræður um Öldrunarheimili Akureyrar daggjöld og fleira.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að ályktun:

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld, fjármálaráðherra og ekki síst tilvonandi þingmenn að beita sér fyrir breytingum á núgildandi lögum og reglum er snúa að daggjöldum til hjúkrunarheimila. Daggjöld hafa ekki fylgt þeirri þróun sem orðið hefur á kjarasamningsbundnum launum á liðnum árum og nú er svo komið að daggjöld duga rétt fyrir launum en annar rekstarkostnaður er borinn uppi af rekstraraðilum hjúkrunarheimila. Fyrir liggur að ríkinu ber að annast þessa þjónustu og daggjöld eiga að endurspegla raunverulegan rekstrarkostnað heimilanna sem byggir á þjónustustöðlum sem settir eru af ríkinu. Akureyrarbær hefur á s.l. fimm árum greitt með rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar 843 milljónir króna og felur bæjarstjórn bæjarstjóra og bæjarlögmanni að leita réttar sveitarfélagsins til greiðslu á þeim kostnaði sem fallið hefur á sveitarfélagið vegna rekstursins. Það er ófrávíkjanleg krafa að ríkið standi undir greiðslum vegna þeirrar þjónustu sem það ber ábyrgð á samkvæmt lögum.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að ályktun með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1264. fundur - 01.11.2017

Öldrunarheimili Akureyrar - úttekt á rekstri.

Kynnt staða á úttekt á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar.

Magnús Kristjánsson frá KPMG, Halldór S. Guðmundsson framkvæmdstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3586. fundur - 08.02.2018

Umræða um samninga og samskipti Akureyrarbæjar við ríkið um rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar (ÖA).

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sátu bæjarfulltrúarnir Dagbjört Pálsdóttir S-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að senda kröfubréf til heilbrigðisráðherra vegna rekstrarframlaga til Öldrunarheimila Akureyrarbæjar síðustu ára.

Bæjarráð - 3604. fundur - 02.08.2018

Lagt fram til kynningar svarbréf velferðarráðuneytisins dagsett 26. júlí 2018 varðandi kröfubréf til heilbrigðisráðherra vegna reksturs Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA).

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Frestað til næsta fundar bæjarráðs og formanni bæjarráðs falið að kalla eftir áliti bæjarlögmanns.

Bæjarráð - 3605. fundur - 09.08.2018

Rætt um svarbréf velferðarráðuneytis, dagsett 26. júlí 2018, við kröfubréfi til heilbrigðisráðherra vegna rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 2. ágúst sl.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með svör velferðarráðuneytisins við kröfum Akureyrarbæjar vegna reksturs Öldrunarheimila Akureyrar. Svör ráðuneytisins eru í hróplegu ósamræmi við kröfur ráðuneytisins og embættis landlæknis um þjónustu sem veita ber íbúum hjúkrunarheimila.

Bæjarráð kallar eftir beinum viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið um rekstur og fjármögnun hjúkrunarheimila á Akureyri, sem allra fyrst, en núgildandi samningur rennur út um næstu áramót. Markmið þessara viðræðna verður að áfram sé hægt að veita mannsæmandi þjónustu á hjúkrunarheimilum Akureyrarbæjar.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarlögmanni að fylgjast með framvindu dómsmáls Garðabæjar gegn ríkinu vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar.