Bæjarráð

3520. fundur 01. september 2016 kl. 08:30 - 12:38 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hildur Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Menningarfélag Akureyrar - MAK

Málsnúmer 2016030110Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, Sigurður Kristinsson formaður stjórnar Menningarfélagsins, Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Menningarfélagsins og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Mikill halli varð af rekstri MAk starfsárið 2015-2016. Hallinn skýrist m.a. af ofáætluðum tekjum viðburðarsviðs og því að stofnað var til útgjalda sem ekki heyrðu undir framleiðsluáætlanir, án nægilegrar vitundar um það hvort og þá hvar áætlað hafði verið fyrir þeim kostnaðarliðum. Ljóst er að um var að ræða bókhaldsóreiðu og ófullnægjandi fjármálastjórnun innan félagsins undir stjórn fyrrum framkvæmdastjóra. Brugðist hefur verið við því innan félagsins með því að endurmannað hefur verið í lykilstöður. Það er mat bæjarráðs, eftir að hafa farið yfir stöðuna og endurskoðaðar áætlanir með nýjum framkvæmdastjóra og stjórn félagsins, að félagið hafi burði til að vinna sig út úr þeim tímabundna vanda sem það stendur frammi fyrir.

Í ljósi þessa samþykkir bæjarráð að veita félaginu fyrirframgreiðslu að fjárhæð kr. 75 milljónir króna. Um er að ræða fyrirframgreiðslu og kemur fjárhæðin til frádráttar greiðslum skv. samningi á árunum 2017 og 2018 og er því ekki um að ræða útgjaldaauka hjá Akureyrarbæ þegar horft er til þriggja ára. Skilyrði fyrir framvindu á greiðslum til félagsins er háð því að félagið skili ársfjórðungslega yfirliti um fjárhagsstöðu til bæjarins.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

2.Árshlutareikningur A-hluta Akureyrarbæjar 2016

Málsnúmer 2016080102Vakta málsnúmer

Lagt fram óendurskoðað 6 mánaða uppgjör A-hluta Akureyrarbæjar.

Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf, Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 09:55.
Bæjarráð vísar 6 mánaða uppgjöri A-hluta Akureyrarbæjar til umræðu í bæjarstjórn.

3.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir opnum fundi með heilbrigðisráðherra í september um stöðu og framtíðarrekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

4.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 2007110127Vakta málsnúmer

Umræður um Reykjavíkurflugvöll.
Málefni innanlandsflugs hafa verið í óvissu um hríð og nú hefur innanríkisráðherra óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg þar sem náð verði víðtækri sátt um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Innanlandsflug skiptir landsmenn alla máli og því er mikilvægt að framtíð þess liggi ljós fyrir. Bæjarráð óskar eftir opnum fundi með innanríkisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur til að fá svör frá þeim um það hvernig gert er ráð fyrir að brugðist verði við þeirri stöðu sem upp er komin og þeirri framtíð sem blasir við eftir árið 2022. Bæjarstjóra er falið að koma þessu boði til borgarstjóra og innanríkisráðherra og dagsetja fund með góðum fyrirvara í september.Bæjarstjóri óskar bókað vegna umræðu um að borgarstjóri Reykjavíkur hafi boðist til að koma á opinn fund á Akureyri um málefni Reykjavíkurflugvallar:

Ekkert formlegt boð hefur borist frá borgarstjóra Reykjavíkur til Akureyrarbæjar eða bæjarstjórans á Akureyri á þeim sex árum sem núverandi bæjarstjóri hefur starfað fyrir Akureyrarbæ.Bæjarstjóri óskar bókað vegna umræðu um bókun bæjarstjórnar frá 21. júní sl. um að óskað verði eftir fundi með forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra um málefni Reykjavíkurflugvallar:

Bókunin og óskin var send með formlegu bréfi þann 6. júlí sl. Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa ekki svarað erindinu. Svar barst þann 12. júlí sl. um móttöku erindisins frá innanríkisráðuneytinu.

5.Stjórnendaálag - endurskoðun verklagsreglna

Málsnúmer 2016050132Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um stjórnendaálag.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á reglum Akureyrarbæjar um stjórnendaálag.

6.Undirkjörstjórnir - tillaga um breytt verklag

Málsnúmer 2016080046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18. ágúst sl.

Lagt fram erindi dagsett 12. ágúst 2016 frá Þorsteini Hjaltasyni fyrir hönd yfirkjörstjórnar Akureyrarbæjar þar sem lögð er fram tillaga um breytt verklag við skipan í undirkjörstjórnir.
Bæjarráð samþykkir tillögu yfirkjörstjórnar.

7.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 283. og 284. fundar stjórnar Eyþings dagsettar 20. júlí og 24. ágúst 2016.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir

8.Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál

Málsnúmer 2016080097Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. ágúst 2016 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál 2016.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 31. ágúst nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/1102.html

9.Önnur mál

Málsnúmer 2016010008Vakta málsnúmer

Rætt um málefni hafsögubáts.

Fundi slitið - kl. 12:38.