Bæjarstjórn

3421. fundur 17. október 2017 kl. 16:00 - 17:37 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Siguróli Magni Sigurðsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Preben Jón Pétursson
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

1.Margrétarhagi 3 og 5 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050127Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 11. október 2017:

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðmundur Lárus Helgason sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 3 og nr. 5 við Margrétarhaga til að byggja á þeim parhús var sent í grenndarkynningu þann 1. september 2017 og lauk henni 29. september 2017.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Alþingiskosningar 2017 - kjörskrá

Málsnúmer 2017090128Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Alþingiskosningar 2017 - undirkjörstjórnir

Málsnúmer 2017090128Vakta málsnúmer

Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir við alþingiskosningar þann 28. október nk.
Bæjarstjórn samþykkir þær tilnefningar sem fram koma á listanum með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Öldrunarheimili Akureyrar - daggjöld

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Umræður um Öldrunarheimili Akureyrar daggjöld og fleira.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að ályktun:

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld, fjármálaráðherra og ekki síst tilvonandi þingmenn að beita sér fyrir breytingum á núgildandi lögum og reglum er snúa að daggjöldum til hjúkrunarheimila. Daggjöld hafa ekki fylgt þeirri þróun sem orðið hefur á kjarasamningsbundnum launum á liðnum árum og nú er svo komið að daggjöld duga rétt fyrir launum en annar rekstarkostnaður er borinn uppi af rekstraraðilum hjúkrunarheimila. Fyrir liggur að ríkinu ber að annast þessa þjónustu og daggjöld eiga að endurspegla raunverulegan rekstrarkostnað heimilanna sem byggir á þjónustustöðlum sem settir eru af ríkinu. Akureyrarbær hefur á s.l. fimm árum greitt með rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar 843 milljónir króna og felur bæjarstjórn bæjarstjóra og bæjarlögmanni að leita réttar sveitarfélagsins til greiðslu á þeim kostnaði sem fallið hefur á sveitarfélagið vegna rekstursins. Það er ófrávíkjanleg krafa að ríkið standi undir greiðslum vegna þeirrar þjónustu sem það ber ábyrgð á samkvæmt lögum.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að ályktun með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Samningar um öryggisvistun

Málsnúmer 2017080018Vakta málsnúmer

Umræður um samning velferðarráðuneytis og Akureyrarbæjar um öryggisvistun.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að ályktun:

Bæjarstjórn Akureyrar vill vekja athygli stjórnvalda á að samningur um öryggisvistun, sem Akureyrarbær sér um fyrir hönd ríkisins, er gerður til eins árs í senn. Ekki hefur verið gengið frá samningi vegna öryggisvistunar fyrir árið 2017 sem leiðir til þess að Akureyrarbær hefur á árinu fjármagnað þjónustu sem ríkinu ber að greiða. Þetta er með öllu óásættanlegt og skorar bæjarstjórn á ríkið að ganga nú þegar frá samningnum auk þess sem krafist er að samningurinn gildi til lengri tíma en eins árs í senn.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að ályktun með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 2017100182Vakta málsnúmer

Umræður um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að ályktun:

Bæjarstjórn Akureyrar telur afar mikilvægt að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Í því sambandi verður að horfa til þeirrar þróunar sem orðið hefur í samfélaginu s.s. íbúaþróunar, lýðfræðilegra þátta, lagaskyldu og innnviðauppbyggingar. Ljóst er að verkefni sveitarfélaga hafa vaxið jafnt og þétt og útlit er fyrir að þau aukist enn frekar á komandi árum. Heildartekjur hins opinbera hafa vaxið verulega á liðnum árum og þá sérstaklega með auknum tekjum af ferðaþjónustu og fær ríkið stærsta hluta þeirrar tekjuaukningar. Á sama tíma standa sveitarfélög frammi fyrir auknum kostnaði m.a. við innviðauppbyggingu vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Þá telur bæjarstjórn að rétt sé að horfa til þess að sveitarfélög hafi ekki nettóskattbyrði af virðisaukaskatti, fái hlutdeild í fjármagnstekjuskatti, í skattlagningu fyrirtækja og veiði- og auðlindagjöldum.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að ályktun með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 5. og 12. október 2017
Bæjarráð 12. október 2017
Fræðsluráð 9. október 2017
Kjarasamninganefnd 27. september 2017
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 3. október 2017
Skipulagsráð 11. október 2017
Stjórn Akureyrarstofu 12. október 2017
Umhverfis- og mannvirkjaráð 29. september 2017
Velferðarráð 4. október 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:37.