Bæjarráð

3541. fundur 26. janúar 2017 kl. 08:30 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Edward Hákon Huijbens áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Umræður um rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Guðmundur Hallvarðsson formaður stjórnar Hrafnistu og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Magnús Kristjánsson frá KPMG fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir góðar og upplýsandi umræður.

2.Jaðar - Golfklúbbur Akureyrar - Klappir - umsókn um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2015070091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. janúar 2017 frá Ágústi Jenssyni framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar. Í erindinu er óskað eftir niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna uppbygginga á Klöppum æfingasvæði Golfklúbbs Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

3.Fjárhagsáætlun 2017 - frístundaráð

Málsnúmer 2017010161Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 17. janúar 2017:

Yfirferð og umræða um fjárhagsáætlun ráðsins árið 2017. Tillaga að leiðréttingu á gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar.

Frístundaráð samþykkir tillögu á leiðréttingu á gjaldskrá Sundlaugar Akuueyrar og vísar gjaldskránni til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir leiðrétta gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

4.Stjórnsýslubreytingar hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2016120016Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu stjórnsýslubreytinganna hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að millistjórnendur á fjársýslu- og stjórnsýslusviði verði skilgreindir forstöðumenn viðkomandi deilda vegna ábendingar kjarasamninganefndar.

5.Verkfallslisti - auglýsing 2017

Málsnúmer 2017010028Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á lista yfir starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild skv. lögum um opinbera starfsmenn.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.

6.Umhverfis- og mannvirkjasvið - sameiningarferli

Málsnúmer 2017010126Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 19. janúar 2017:

Lögð fram drög að skipuriti fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar ásamt starfsáætlunum fyrir árið 2017 frá Fasteignum Akureyrarbæjar, framkvæmdadeild og umhverfismiðstöð.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagt skipurit í samræmi við umræður á fundinum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögu um skipurit umhverfis- og mannvirkjasviðs aftur til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

7.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 24. janúar 2017:

Sviðsstjóri samfélagssviðs mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.

Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemd við þessa tillögu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

8.Félagsþjónusta - stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2015110067Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 18. janúar 2017:

Lögð fram tillaga að breytingum á greiðslum til stuðningsfjölskyldna.

Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum á greiðslum til stuðningsfjölskyldna og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu velferðarráðs.



Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 11:50.

9.Drög að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit - til umsagnar

Málsnúmer 2017010282Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 19. janúar 2017 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram drög að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit og óskar eftir umsögn fyrir 10. febrúar nk. Nýja reglugerðin kemur í stað reglugerða nr. 200/1994 og 198/1994, og má lesa á: https://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/drog-ad-reglugerd-um-eldvarnir-og-eldvarnareftirlit-i-kynningu

Fundi slitið - kl. 12:00.