Bæjarráð

3604. fundur 02. ágúst 2018 kl. 08:15 - 12:53 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - framtíðaruppbygging

Málsnúmer 2018070458Vakta málsnúmer

Rætt um framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 19. júlí 2018.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra ÖA að kynna hugmyndir um framtíðaruppbyggingu fyrir öldungaráði og velferðarráði. Afgreiðslu frestað.

2.Öldrunarheimili Akureyrar - rekstrarframlag

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf velferðarráðuneytisins dagsett 26. júlí 2018 varðandi kröfubréf til heilbrigðisráðherra vegna reksturs Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA).

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Frestað til næsta fundar bæjarráðs og formanni bæjarráðs falið að kalla eftir áliti bæjarlögmanns.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2018

Málsnúmer 2018040257Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til júní 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022 - forsendur

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur með áorðnum breytingum.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar ákvörðun fjárhagsramma til næsta fundar.

6.Norðurorka - beiðni um ábyrgð Akureyrarbæjar vegna lántöku

Málsnúmer 2018070546Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 25. júlí 2018 frá Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku hf. þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær veiti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Norðurorku hf. til 37 ára að jafnvirði 2,6 milljarða króna. Er lánið tekið til endurfjármögnunar eldri skulda vegna fráveitu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð Akureyrarkaupstaður samþykkir hér með á bæjarráðsfundi þann 2. ágúst 2018 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 2.600.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til endurfjármögnunar eldri skulda vegna fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Helga Jóhannessyni, forstjóra Norðurorku hf., veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurorku hf. og Akureyrarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

7.Eyjafjarðarbraut, flugvöllur- breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070371Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. júlí 2018:

Erindi dagsett 10. júlí 2018 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Isavia ohf., kt. 550210-0370, sækir um breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar. Meðfylgjandi er teikning eftir Gísla Kristinsson.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.
Fylgiskjöl:

8.Myndlistaskólinn á Akureyri - ársreikningur 2017

Málsnúmer 2018070485Vakta málsnúmer

Rætt um ársreikning og framtíð og rekstur Myndlistarskólans.
Í gildi er samningur milli Akureyrarbæjar og Myndlistaskólans á Akureyri ehf. um rekstur Myndlistaskólans sem rennur út í lok skólaárs 2018-2019. Akureyrarbær hefur ekki í hyggju að framlengja samninginn óbreyttan og felur formanni bæjarráðs að ræða við forsvarsmann skólans.


Jafnframt verði stofnaður starfshópur skipaður fulltrúum úr frístundaráði, fræðsluráði og stjórn Akureyrarstofu sem ætlað er að fjalla um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi í bænum.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - 32. landsþing 2018

Málsnúmer 2018050054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. júlí 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi boðun 32. landsþings sambandsins sem haldið verður á Akureyri dagana 26.-28. september 2018.

10.Tjaldsvæði - aukin gæsla um verslunarmannahelgi 2018

Málsnúmer 2016070048Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi dagsett 27. júlí 2018, innkomið 31. júlí 2018, frá Tryggva Marinóssyni fyrir hönd stjórnar Hamra. Erindið varðar aukinn viðbúnað á tjaldsvæðum á Akureyri um komandi verslunarmannahelgi og ósk um styrk frá Akureyrarbæ vegna þess. Einnig er lagt til að skipaður verði fulltrúi bæjarins til samráðs og samstarfs um framkvæmd gæslumála um komandi verslunarmannahelgi bæði fyrir helgina og á vettvangi um helgina sjálfa.
Bæjarráð samþykkir styrk allt að kr. 500.000 sem er háður því skilyrði að kalla þurfi til auka mannskap vegna aukins viðbúnaðar og felur Akureyrarstofu að skipa fulltrúa vegna samráðs og samstarfs. Jafnframt er bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn stjórnar Hamra um endurnýjun á samningi um rekstur tjaldsvæða Akureyrarbæjar.

11.Kosning nefnda 2018-2022 - svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar

Málsnúmer 2018060032Vakta málsnúmer

Tilnefning tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar og tveggja til vara.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að tilnefna þau Höllu Björk Reynisdóttur og Tryggva Má Ingvarsson sem aðalmenn í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Þórhall Jónsson til vara.

12.Ráðning bæjarstjóra 2018

Málsnúmer 2018060314Vakta málsnúmer

Kynnt ráðning bæjarstjóra.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að gera samning við verðandi bæjarstjóra Ásthildi Sturludóttur og leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 12:53.