Bæjarráð

3586. fundur 08. febrúar 2018 kl. 08:15 - 11:40 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - rekstrarframlag

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Umræða um samninga og samskipti Akureyrarbæjar við ríkið um rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar (ÖA).

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sátu bæjarfulltrúarnir Dagbjört Pálsdóttir S-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að senda kröfubréf til heilbrigðisráðherra vegna rekstrarframlaga til Öldrunarheimila Akureyrarbæjar síðustu ára.

2.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2018 - endurskoðun á reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 2017110123Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að endurskoðuðum reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

3.Menningarfélag Akureyrar - endurnýjun samninga MH, LA og SN

Málsnúmer 2016120092Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 30. janúar 2018:

Lagður fram til samþykktar samningur við Menningarfélag Akureyrar 2018 - 2020.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn að teknu tilliti til breytinga sem komu fram á fundinum og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að fjárhæð kr. 10 milljónir vegna samningsins.

4.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2017

Málsnúmer 2017040070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til og með desember 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi kl. 10:38.

5.Bjarg íbúðafélag

Málsnúmer 2017100395Vakta málsnúmer

Skipun þriggja fulltrúa Akureyrarbæjar í verkefnastjórn.

Samkvæmt viljayfirlýsingu dagsettri 27. nóvember 2017 við Bjarg íbúðafélag um að hefja uppbyggingu 75 leiguíbúða á Akureyri á grundvelli laga um húsnæðissjálfseignastofnanir skal skipa verkefnastjórn með þremur fulltrúum frá Bjargi íbúðafélagi og þremur fulltrúum frá Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð skipar sviðsstjóra fjársýslusviðs, sviðsstjóra skipulagssviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs í verkefnastjórnina.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2017100376Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 1. febrúar 2018.
Bæjarráð vísar 1., 2. og 4. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs og 3. og 5. lið til skipulagssviðs.

7.Tillaga til þingsályktunar um bætt kjör kvennastétta, 50. mál

Málsnúmer 2018010431Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. janúar 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um bætt kjör kvennastétta, 50. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0050.html

8.Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál

Málsnúmer 2018020030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 2. febrúar 2018 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0009.html

Fundi slitið - kl. 11:40.