Jafnréttisstefna 2015-2019

Málsnúmer 2015060217

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 11.08.2015

Samfélags- og mannréttindaráð hefur unnið að endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins og óskaði eftir umsögn atvinnumálanefndar.
Atvinnumálanefnd frestar umsögn til næsta fundar.

Umhverfisnefnd - 106. fundur - 18.08.2015

Samfélags- og mannréttindaráð hefur unnið að endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins og óskar eftir umsögn um hana. Meðfylgjandi er tillaga að nýrri stefnu en eldri stefnu má finna á www.akureyri.is
Afgreiðslu málsins frestað.
Umhverfisnefnd óskar eftir að Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mæti á næsta fund nefndarinnar

Skipulagsnefnd - 209. fundur - 19.08.2015

Samfélags- og mannréttindaráð hefur unnið að endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins og óskar eftir umsögn skipulagsnefndar. Meðfylgjandi er tillaga að nýrri stefnu en eldri stefnu má finna á www.akureyri.is
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Íþróttaráð - 171. fundur - 19.08.2015

Á fundi sínum þann 11. júlí 2015 vísaði samfélags- og mannréttindaráð drögum að jafnréttisstefnu til umsagnar hjá deildum og nefndum Akureyrarbæjar.
Íþróttaráð gerir engar athugasemdir.

Bæjarráð - 3469. fundur - 20.08.2015

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 11. júní 2015:

Framkvæmdastjóri lagði fram ný drög að Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2015-2019.

Samfélags- og mannréttindaráð vísar drögum að jafnréttisstefnu til umsagnar hjá deildum og nefndum Akureyrarbæjar.

Í samræmi við nýtt ákvæði í stefnunni, tilnefnir ráðið Vilberg Helgason sem þróunarleiðtoga innan samfélags- og mannréttindaráðs. Hlutverk þróunarleiðtoga er að vera málsvarar kynjasamþættingar.


Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráð undir þessum lið.
Bæjarráð vísar drögum að jafnréttisstefnu til samfélags- og mannréttindaráðs með þeim ábendingum sem ræddar voru á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 193. fundur - 27.08.2015

Samfélags- og mannréttindaráð hefur unnið að endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins og óskar eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu. Meðfylgjandi er tillaga að nýrri stefnu en eldri stefnu má finna á www.akureyri.is
Á fundinum komu fram fáeinar athugasemdir. Framkvæmdastjóra falið að koma þeim til samfélags- og mannréttindaráðs.

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 02.09.2015

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 11. júní 2015:
Framkvæmdastjóri lagði fram ný drög að Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2015-2019.
Samfélags- og mannréttindaráð vísar drögum að jafnréttisstefnu til umsagnar hjá deildum og nefndum Akureyrarbæjar.
Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.
Kjarasamninganefnd vísar drögum að jafnréttisstefnu til samfélags- og mannréttindaráðs með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Velferðarráð - 1213. fundur - 02.09.2015

Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2015-2019 var samþykkt í samfélags- og mannréttindaráði 11. júní 2015 og send til umsagnar í nefndum og deildum.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar fór yfir athugasemdir deildarinnar dagsettar 31. ágúst 2015.
Velferðarráð samþykkir að skjalið fari með þeim athugasemdum sem þar koma fram. Jafnframt mælir velferðarráð með að stefnuskjalið í heild verði stytt og gert hnitmiðara.

Umhverfisnefnd - 107. fundur - 08.09.2015

Tekin fyrir að nýju Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2015-2019.

Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mætti á fundinn og kynnti stefnuna.
Umhverfisnefnd þakkar kynninguna og samþykkir Jafnréttisstefnuna fyrir sitt leyti.

Samfélags- og mannréttindaráð - 177. fundur - 10.12.2015

Jafnréttisstefna 2015-2019 var send öllum nefndum og deildum bæjarins til umsagnar 25. júni sl. Farið var yfir allar athugasemdir og umsagnir sem borist hafa.
Meðfylgjandi er yfirlit um athugasemdir og ný drög að stefnu.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu fyrir sitt leyti og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3385. fundur - 19.01.2016

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 10. desember 2015:

Jafnréttisstefna 2015-2019 var send öllum nefndum og deildum bæjarins til umsagnar 25. júni sl. Farið var yfir allar athugasemdir og umsagnir sem borist hafa.

Meðfylgjandi er yfirlit um athugasemdir og ný drög að stefnu.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu fyrir sitt leyti og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2015-2019 með 11 samhljóða atkvæðum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 179. fundur - 11.02.2016

Lögð fram yfirlit um verkefni í jafréttisstefnu flokkuð eftir ábyrgð og tímaröð. Einnig lagt fram og fjallað um yfirlit um verkefni sem samfélags- og mannréttindaráð ber ábyrgð á.
Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að senda út kynningu til embættismanna, stjórnenda og formanna nefnda á áætluninni og vekja athygli á verkefnum sem eru á ábyrgð einstakra nefnda og stjórnanda.

Framkvæmdastjóra einnig falið að kostnaðargreina einstök verkefni.

Samfélags- og mannréttindaráð - 180. fundur - 24.02.2016

Í jafnréttisstefnu kemur fram að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum bæjarins skuli kannað árlega. Einnig skal kynjahlutfall formanna kannað sérstaklega.

Lagt fram yfrlit um stöðuna skv. úttekt 15. janúar 2016.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að koma þessum upplýsingum á framfæri. Ráðið bendir á að skoða þurfi sérstaklega kosningu varamanna í nefndir.

Samfélags- og mannréttindaráð - 186. fundur - 09.06.2016

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kom á fundinn og kynnti ýmis mál og samstarf til að sporna gegn og vinna með afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og heimilisofbeldis. Kynntur var nýr samningur við Aflið, samstarf fjölskyldudeildar og lögreglunnar. Einnig var rætt um meðferðarúrræðið Gæfusporið sem samfélags- og mannréttindadeild hefur styrkt.
Ráðið þakkar Guðrúnu fyrir góðar upplýsingar.

Frístundaráð - 33. fundur - 27.06.2018

Uppfærð jafnréttisstefna m.t.t. stjórnsýslubreytinga sem urðu á árinu 2017, lögð fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir uppfærða jafnréttisstefnu.

Bæjarráð - 3603. fundur - 19.07.2018

10. liður í fundargerð frístundaráðs dagsettri 27. júní 2018:

Uppfærð jafnréttisstefna m.t.t. stjórnsýslubreytinga sem urðu á árinu 2017, lögð fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir uppfærða jafnréttisstefnu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir uppfærða jafnréttisstefnu.

Frístundaráð - 48. fundur - 23.01.2019

Samkvæmt jafnréttislögum nr.10/2008 12. gr. skulu jafnréttisnefndir sveitarfélaga hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára, þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Jafnréttisáætlanir skulu lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
Frístundaráð felur sviðsstjóra að hefja undirbúning að vinnu við endurskoðun á jafnréttisstefnu.