Samfélags- og mannréttindaráð

179. fundur 11. febrúar 2016 kl. 14:00 - 15:32 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Ólína Freysteinsdóttir S-lista sat fundinn í fjarveru Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.

1.Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - ýmis mál

Málsnúmer 2016010180Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um samþykkt bæjarstjórnar frá 3. febrúar sl. um breytingu í samfélags- og mannréttindaráði.

Dagbjört Elín Pálsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Eiðs Arnars Pálmasonar.

Ólína Freysteinsdóttir tekur sæti varamanns í stað Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.

2.Netnotkun barna og unglinga

Málsnúmer 2015020146Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað vegna undirbúnings málþings um netnotkun/skjánotkun, sem fyrirhuguð er í næsta mánuði. Bergþóra Þórhallsdóttur fulltrúi ráðsins í undirbúningshópi greindi frá stöðu mála.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að taka þátt í kostnaði við málþingið með Samtaka, samkvæmt nánari fjárhagsáætlun sem lögð verður fram. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

3.Jafnréttisstefna 2015-2019

Málsnúmer 2015060217Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirlit um verkefni í jafréttisstefnu flokkuð eftir ábyrgð og tímaröð. Einnig lagt fram og fjallað um yfirlit um verkefni sem samfélags- og mannréttindaráð ber ábyrgð á.
Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að senda út kynningu til embættismanna, stjórnenda og formanna nefnda á áætluninni og vekja athygli á verkefnum sem eru á ábyrgð einstakra nefnda og stjórnanda.

Framkvæmdastjóra einnig falið að kostnaðargreina einstök verkefni.

Fundi slitið - kl. 15:32.