Samfélags- og mannréttindaráð

177. fundur 10. desember 2015 kl. 13:15 - 15:45 -
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Fundurinn var haldinn á veitingastaðnum Strikinu við Skipagötu.

Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista sat fundinn í forföllum Eiðs Arnars Pálmasonar.

1.Jafnréttisstefna 2015-2019

Málsnúmer 2015060217Vakta málsnúmer

Jafnréttisstefna 2015-2019 var send öllum nefndum og deildum bæjarins til umsagnar 25. júni sl. Farið var yfir allar athugasemdir og umsagnir sem borist hafa.
Meðfylgjandi er yfirlit um athugasemdir og ný drög að stefnu.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu fyrir sitt leyti og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

2.Samfélags- og mannréttindaráð - starfsemi 2014-2018

Málsnúmer 2014070062Vakta málsnúmer

Lögð fram fundaáætlun ráðsins janúar-júní 2016.

Fundi slitið - kl. 15:45.