Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3447. fundur - 05.02.2015

Lögð fram tillaga að erindisbréfi vinnuhóps um stefnumótun í íbúalýðræði og gagnsærri stjórnsýslu fyrir Akureyrarbæ dagsett 28. janúar 2015.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að erindisbréfi vinnuhóps um stefnumótun í íbúalýðræði og gagnsærri stjórnsýslu fyrir Akureyrarbæ með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarráð - 3469. fundur - 20.08.2015

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi í vinnuhópi um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu hjá Akureyrarbæ mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu verkefnisins.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráð undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Andreu fyrir yfirferðina.

Bæjarráð - 3492. fundur - 28.01.2016

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir fulltrúar í vinnuhópi um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu hjá Akureyrarbæ mættu á fund bæjarráðs og kynntu tillögur vinnuhópsins.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Andreu Sigrúnu, Guðmundi Heiðari og Albertínu Friðbjörgu fyrir kynninguna og felur vinnuhópnum að vinna að útfærslum á tillögunum í samræmi við umræður á fundinum.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista sat hluta af umræðu 1. liðar dagskrár, en vék af fundi kl. 09:57.

Bæjarráð - 3495. fundur - 25.02.2016

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi í vinnuhópi um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu hjá Akureyrarbæ mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti útfærslu vinnuhópsins á tillögunum um íbúalýðræði og rafræna stjórnsýslu.
Bæjarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf og Andreu Sigrúnu kynninguna.

Bæjarráð - 3514. fundur - 14.07.2016

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar niðurstöðum vinnuhópsins til umræðu í bæjarstjórn og óskar eftir því við forseta bæjarstjórar að málið verði tekið til umræðu á fundi bæjarstjórnar 6. september nk.

Bæjarstjórn - 3397. fundur - 20.09.2016

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.Bæjarfulltrúi Sigríður Huld Jónsdóttir vék af fundi kl. 19:15.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 19:30.

Bæjarráð - 3526. fundur - 20.10.2016

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.
Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi kl. 11:42.

Bæjarráð - 3527. fundur - 27.10.2016

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.

Bæjarráð - 3529. fundur - 10.11.2016

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.
Bæjarráð skipar bæjarfulltrúana Dagbjörtu Pálsdóttur, Guðmund Baldvin Guðmundsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í verkefnahóp til að skoða mögulegar útfærslur á persónukjöri. Þá felur bæjarráð Akureyrarstofu að hefja vinnu við upplýsingastefnu og skulu drög að stefnunni lögð fram fyrir 31. mars nk. Varðandi tillögu um íbúaráð er bæjarstjóra falið að boða til sameiginlegs fundar með bæjarfulltrúum og hverfisnefndum. Ennfremur er bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða möguleika á opnu bókhaldi og skoða í því sambandi nýlega útfærslu Kópavogsbæjar og samráð þeirra við íbúa við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3551. fundur - 06.04.2017

Farið yfir hugmyndir um persónukjör og vinnuhópi um íbúalýðræði falið að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3615. fundur - 01.11.2018

Rætt um íbúalýðræði og verkefni tengt því.
Bæjarráð ákveður að setja á fót starfshóp til að vinna að tilraunaverkefni og felur forseta bæjarstjórnar að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3617. fundur - 15.11.2018

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 1. nóvember 2018. Þá ákvað bæjarráð að setja á fót starfshóp til að vinna að tilraunaverkefni og fól forseta bæjarstjórnar að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og leggja fyrir bæjarráð.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð skipar í starfshópinn bæjarfulltrúana Guðmund Baldvin Guðmundsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur, Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og Þórgný Dýrfjörð deildarstjóra Akureyrarstofu.

Bæjarráð - 3619. fundur - 29.11.2018

Lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp um íbúalýðræði.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3620. fundur - 06.12.2018

Lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp um íbúalýðræði. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 29. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð staðfestir erindisbréfið.

Bæjarráð - 3671. fundur - 13.02.2020

Kynning á íbúasamráðsverkefni.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar stýrihópnum og starfsmönnum fyrir góða vinnu. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir vilja til þess að þróa áfram vinnu og verkefni við íbúasamráð. Þá samþykkir bæjarráð að þiggja boð um að senda tvo fulltrúa á tengslaráðstefnu í Tékklandi til að ræða möguleika á samstarfsverkefnum um íbúasamráð.

Bæjarráð - 3698. fundur - 24.09.2020

Lagt fram minnisblað stýrihóps um íbúalýðræði og starfshóps íbúalýðræðisverkefnis hjá SVA dagsett 24. september 2020 um stöðu verkefnisins og framhald vinnunnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögur stýrihópsins. Í þeim felst meðal annars að stofnaður verði stýrihópur um íbúasamráð, sem ætlað er að halda uppi samfellu í íbúasamráði, enda fellur það vel að nýgerðum samstarfssáttmála bæjarstjórnar. Er sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að taka tillit til þessarar samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3699. fundur - 01.10.2020

Lagt fram erindisbréf stýrihóps um íbúasamráð.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og skipar Sóleyju Björk Stefánsdóttur bæjarfulltrúa í stýrihópinn. Auk hennar sitja í hópnum Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar.