Bæjarráð

3617. fundur 15. nóvember 2018 kl. 08:15 - 10:57 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Rósa Njálsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Rósa Njálsdóttir M-lista mætti í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Norðurorka - verðbreytingar 2019

Málsnúmer 2016090189Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 29. október 2018 frá Norðurorku hf. þar sem tilkynnt er um breytingar á verðskrá allra veitna Norðurorku hf. frá 1. janúar 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að kalla eftir upplýsingum vegna málsins.

3.Íþróttafélagið Þór - leiðrétting á rekstrarstyrk 2017 og 2018

Málsnúmer 2018090423Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. nóvember 2018:

Erindi dagsett 26. september 2018 frá Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leiðréttingu á rekstarsamningi félagsins við Akureyrarbæ fyrir árin 2017 og 2018. Erindið var áður á dagskrá fundar frístundaráðs þann 17. október sl.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir leiðréttingu á framlagi vegna rekstrarsamnings við Íþróttafélagið Þór fyrir árið 2018. Frístundaráð óskar eftir viðauka frá bæjarráði að upphæð kr. 3.300.000 vegna fjárhagsáætlunar 2018 til að mæta þessum útgjöldum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni frístundaráðs og felur sviðstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun - leiðbeinandi verklagsreglur

Málsnúmer 2018110116Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá reikningsskila- og upplýsinganefnd samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dagsett 7. nóvember 2018, þar sem kynntar eru leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Nefndin mælist til þess að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerðar viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2018

Málsnúmer 2018020337Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um þróun launakostnaðar, stöðugildi, yfirvinnu og fleira á árinu 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur áherslu á að mánaðarskýrslur um þróun launakostnaðar verði teknar til umfjöllunar í fagráðum.

6.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 1. nóvember 2018. Þá ákvað bæjarráð að setja á fót starfshóp til að vinna að tilraunaverkefni og fól forseta bæjarstjórnar að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og leggja fyrir bæjarráð.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð skipar í starfshópinn bæjarfulltrúana Guðmund Baldvin Guðmundsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur, Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og Þórgný Dýrfjörð deildarstjóra Akureyrarstofu.

7.Jöfnunarsjóður - ný reglugerð til umsagnar í samráðsgátt

Málsnúmer 2018110056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2018, móttekið 6. nóvember 2018, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru lögð fram til umsagnar. Í drögunum eru gerðar breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga og efni gildandi reglugerðar nr. 960/2010, uppfært í takt við breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um næstu áramót.

Umsögn skal skilað í samráðsgátt stjórnvalda á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1180

Á samráðsgáttinni kemur fram að umsagnir sé hægt að senda frá 30. október 2018 til 13. nóvember 2018.

8.Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál 2018

Málsnúmer 2018110090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 8. nóvember 2018 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0005.html
Bæjarráð Akureyrar leggur áherslu á að jafna byrðar sveitarfélaga í framboði á félagslegu húsnæði. Bæjarráð telur jafnframt mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um að setja fram skýra áætlun með afmörkuðum og tímasettum aðgerðum sem tryggja húsnæðisöryggi fólks á Íslandi.

Fundi slitið - kl. 10:57.