Bæjarráð

3615. fundur 01. nóvember 2018 kl. 08:15 - 12:33 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2019-2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Breyting á bæjarmálasamþykkt - viðauki

Málsnúmer 2018090120Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Almennar íbúðir - lög nr. 52/2016 - stofnframlag - húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 23. ágúst sl. Þá voru kynnt drög að húsnæðisáætlun fyrir Akureyri 2018-2026 unnin af VSÓ ráðgjöf. Bæjarráð samþykkti þá að unnið yrði áfram að málinu og kallaði eftir frekari upplýsingum.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Beðið er eftir svörum Íbúðalánasjóðs við drögum að húsnæðisáætlun og felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs að fylgja málinu eftir.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 11:05.

4.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Rætt um íbúalýðræði og verkefni tengt því.
Bæjarráð ákveður að setja á fót starfshóp til að vinna að tilraunaverkefni og felur forseta bæjarstjórnar að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og leggja fyrir bæjarráð.

5.Heiti sveitarfélagsins - umræða um breytingu 2018

Málsnúmer 2018100324Vakta málsnúmer

Umræða um breytingu á heiti sveitarfélagsins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna tillögu í málinu.

6.Hönnunarstaðall Akureyrarbæjar 2018

Málsnúmer 2018100303Vakta málsnúmer

Kynntar hugmyndir um gerð hönnunarstaðals fyrir Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi kl. 11:50.

7.Kjaraviðræður 2019

Málsnúmer 2018100401Vakta málsnúmer

Sagt frá umræðu- og samráðsfundi vegna kjaraviðræðna 2019 sem haldinn var á Akureyri 26. október sl. í samstarfi kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eyþings.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Ásthildur Sturludóttir mætti aftur til fundar kl. 12:10.

8.Kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistarmanna

Málsnúmer 2018100394Vakta málsnúmer

Kynntar breytingar á kjarasamningi Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna samningsins.

9.Miðbaugs-minjaverkefnið - beiðni um styrk vegna sýningar

Málsnúmer 2018100353Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2018 þar sem Ksenija Zapadenceva og Jóhann Sigmarsson f.h. Miðbaugs-minjaverkefnisins óska eftir styrk frá Akureyrarbæ að upphæð kr. 1.000.000 til að setja upp verk á sýningu í höfuðstöðvum UNESCO.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 312. fundar stjórnar Eyþings dagsett 23. október 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir-1

11.Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál 2018

Málsnúmer 2018100371Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. október 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0224.html

12.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál 2018

Málsnúmer 2018100387Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. október 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru, 222. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0234.html

13.Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál 2018

Málsnúmer 2018100410Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. október 2018 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0020.html

Fundi slitið - kl. 12:33.