Bæjarstjórn

3397. fundur 20. september 2016 kl. 16:00 - 20:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga V-lista um tímabundna breytingu á skipan varaáheyrnarfulltrúa í bæjarráði:

Hildur Friðriksdóttir tekur tímabundið sæti varaáheyrnarfulltrúa í bæjarráði frá 1. september 2016 til og með 15. janúar 2017 af Edward H. Huijbens.


Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í yfirkjörstjórn Akureyrarbæjar:

Anna Rósa Magnúsdóttir tekur sæti varafulltrúa í yfirkjörstjórn Akureyrarbæjar í stað Kristjáns H. Kristjánssonar.


Einnig lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa í heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra:

Hjördís Stefánsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í stað Svanhildar Dóru Björgvinsdóttur og Lára Halldóra Eiríksdóttir tekur sæti varafulltrúa í stað Hjördísar Stefánsdóttur
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Hótel Kjarnalundur lnr. 150012 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060148Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 14. september 2016:

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Kjarnalundar ehf, kt. 541114-0330, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótel Kjarnalund, Kjarnalundur lnr. 150012. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 7. september 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016 - viðauki

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 15. september 2016:

Lagður fram viðauki nr. 1.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 10 samhljóða atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

4.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.



Bæjarfulltrúi Sigríður Huld Jónsdóttir vék af fundi kl. 19:15.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 19:30.

5.Vinabæir og erlend samskipti

Málsnúmer 2014090064Vakta málsnúmer

Umræða um niðurstöðu vinnuhóps um vinabæi og erlend samskipti.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 8. og 15. september 2016
Bæjarráð 8. og 15. september 2016
Framkvæmdaráð 7. september 2016
Íþróttaráð 1. september 2016
Kjarasamninganefnd 12. september 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 8. september 2016
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 12. september 2016
Skipulagsnefnd 14. september 2016
Skólanefnd 5. september 2016
Stjórn Akureyrarstofu 8. september 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 31. ágúst 2016
Umhverfisnefnd 13. september 2016
Velferðarráð 7. september 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 20:00.