Skipulagsnefnd

172. fundur 12. febrúar 2014 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Sigurður Guðmundsson A-lista mætti kl. 8:05, og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista mætti í forföllum Edwards H. Huijbens kl. 8:05.

1.Aðalskipulagsbreyting Naustahverfi - Hagar, skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 2014010276Vakta málsnúmer

Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi er tekur til 3. áfanga Naustahverfis, Hagahverfis, var auglýst í Dagskránni þann 29. janúar 2014.
Engar athugasemdir bárust.
Beiðni um umsagnir voru sendar til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Hverfisnefndar Naustahverfis.
Ein umsögn barst frá Skipulagsstofnun dagsett 7. febrúar 2014.
a) Stofnunin telur að birta þurfi samantekt forsendna í tillögunni.
b) Meta þurfi áhrif nýs verslunar- og þjónustusvæðis á líklega framfylgd þegar skipulagðra svæða við Kjarnagötu og annarstaðar á Akureyri.
c) Gera þarf grein fyrir aðkomu að verslunar- og þjónustusvæðinu en samkvæmt lýsingu verður svæðið tengt við helstu samgönguæðar bæjarins.
d) Bent er á að kynna þarf tillöguna á almennum fundi eða á annan hátt.

Svör við athugasemdum:
a) Skipulagsstjóra er falið að taka saman forsendur fyrir breytingunni og birta á uppdrætti.
b) Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði meðfram Kjarnagötu. Þar sem engin eftirspurn hefur verið eftir slíkri þjónustu í fyrri áföngum og þegar verið gerðar breytingar á ákvæðum deiliskipulags Naustahverfis 1. áfanga hvað það varðar, er talið rétt að skilgreind verði sérstök verslunar- og þjónustulóð í 3. áfanga Naustahverfis til þess að þjónusta Naustahverfið. Ekki er talið að umrædd verslunar- og þjónustulóð hafi áhrif á uppbyggingu annarra verslunar- og þjónustulóða á Akureyri.
c) Aðkoma að verslunar- og þjónustulóðinni er um hringtorg frá Naustavegi en sú gata tengist Kjarnagötu og Naustabraut. Nánari grein fyrir aðkomunni verður gerð í deiliskipulagi svæðisins.

d) Haldinn var opinn íbúafundur um aðalskipulagsbreytinguna og deiliskipulagstillöguna þann 10. febrúar 2014.
Að öðru leyti er umsögninni vísað í vinnslu deiliskipulags Hagahverfis.

2.Aðalskipulagsbreyting Naustahverfi - Hagar

Málsnúmer 2014010276Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. febrúar 2014 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna 3. áfanga Naustahverfis, Hagahverfis.
Tekið hefur verið tillit til athugasemda sem fram komu í umsögn Skipulagsstofnunar dagsettar 7. febrúar 2014 um samantekt forsendna í tillögunni og þeim texta komið fyrir á uppdrætti.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hagahverfi - deiliskipulag Naustahverfi 3. áf. - dsk breyting, reitur 28

Málsnúmer SN080099Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 3. áf. Naustahverfis, Hagahverfis, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Deiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dagsettri 12. febrúar 2014. Með tillögunni fylgir hljóðskýrsla frá verkfræðistofunni EFLU dagsett 12. febrúar 2014.
Einnig er lagður fram breytingaruppdráttur af Naustahverfi, reit 28, dagsettur 12. febrúar 2014 vegna skörunar á afmörkun skipulaga.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan ásamt breytingartillögunni verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Miðbær Akureyrar - deiliskipulag

Málsnúmer 2012110172Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins, unna af Loga Má Einarssyni arkitekt frá Kollgátu ehf. og Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Breytingartillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti, lóðarmarkauppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu, dagsettri 12. febrúar 2014. Húsakönnun af núverandi byggð er í vinnslu en mun liggja frammi á auglýsingartíma.
Með tillögunni fylgir minnisblað um hljóðvist við Glerárgötu frá verkfræðistofunni EFLU dagsett 8. desember 2008 og minnisblað um umferðartalningu, umferðarspár og þversnið dagsett 15. september 2009.
Svar Skipulagsstofnunar vegna samráðs um umfang og nákvæmni upplýsinga er fram koma í umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags miðbæjar Akureyrar, sem sent var 3. febrúar 2014 hefur ekki borist en óskað var eftir svari fyrir 10. febrúar 2014.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Glerárdalur, virkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 2014010132Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar virkjunar Glerár og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi, unna af Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Deiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdráttum, skýringaruppdráttum, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dagsettri 12. febrúar 2014.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Miðhúsabraut-Súluvegur - breyting á deiliskipulagi, HGH Verk ehf

Málsnúmer 2014010374Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. janúar 2014 frá Hirti Narfasyni þar sem hann f.h. HGH Verks ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóða HGH Verks ehf. við Súluveg, landnr. 149595 og 149596. Um er að ræða tvær lóðir sem verða sameinaðar í eina. Óskað er eftir að götuheiti lóðarinnar verði breytt í Súluveg 2. Einnig er óskað eftir stækkun byggingarreits til vesturs.

Skipulagsnefnd leggur til að lóð HGH Verks ehf. verði gefið heitið Súluvegur 2 og að lóð metanafgreiðslustöðvar Norðurorku heiti Súluvegur 4.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulaginu.
Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Hafnarstræti 80 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2013010305Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. febrúar 2014 þar sem Guðbjarni Eggertsson og Einar Valdimarsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækja um framkvæmdafrest fyrir lóð nr. 80 við Hafnarstræti.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdarfrest til 1. júní 2014.

8.Árstígur 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2014010109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2014 þar sem Steinar Magnússon f.h. Ferro Zink hf., kt. 460289-1309, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 6 við Árstíg. Skipulagsnefnd óskaði eftir nánari teikningum sbr. bókun frá 15. janúar sl. sem bárust 10. febrúar 2014.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 30. janúar 2014. Lögð var fram fundargerð 478. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 6. febrúar 2014. Lögð var fram fundargerð 479. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.