Skipulagsráð

293. fundur 20. júní 2018 kl. 08:00 - 11:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson varaformaður
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson Sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 12. júní 2018 kosið aðal- og varamenn til setu í skipulagsráði.
Aðalmenn:
Tryggvi Már Ingvarsson formaður
Helgi Snæbjarnarson varaformaður
Ólína Freysteinsdóttir
Þórhallur Jónsson
Arnfríður Kjartansdóttir
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Grétar Ásgeirsson
Ólöf Inga Andrésdóttir
Orri Kristjánsson
Sigurjón Jóhannesson
Ólafur Kjartansson
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson, varaáheyrnarfulltrúi

1.Skipulagsráð 2018-2022 - kynningarefni

Málsnúmer 2018060302Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs og formaður skipulagsráðs fóru yfir kynningarefni fyrir fulltrúa í skipulagsráði 2018-2022.

Grétar Ásgeirsson, Ólöf Inga Andrésdóttir og Orri Kristjánsson varafulltrúar í skipulagsráði sátu fund ráðsins undir þessum lið.

2.Íbúa- og atvinnuþróun - rannsóknarverkefni

Málsnúmer 2018030138Vakta málsnúmer

Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu rannsóknarverkefnis á mannfjöldaþróun eftir aldursþrepum og tengslum hennar við atvinnuþróun í bænum.
Skipulagsráð þakkar Bjarka fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra að gera við hann samning um framhald verkefnisins.

3.Margrétarhagi 1 - fyrirspurn vegna deiliskipulags

Málsnúmer 2018050217Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Helstu breytingar eru að nýtingarhlutfall hækkar, heimilt verður að byggja þakbyggingu (3. hæð) og nýta þakrými sem verönd, fallið verði frá kvöð um innbyggðar bílgeymslur í tveimur af fimm íbúðum og vegghæð á göflum húss hækkar.
Að mati skipulagsráð er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

4.Hagahverfi, þjónustukjarni - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018050096Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 30. maí sl. var sviðsstjóra skipulagssviðs falið að láta vinna breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis til að koma fyrir þjónustukjarna við innkomu inn í hverfið að suðaustan. Árni Ólafsson arkitekt hefur unnið tillögu þar sem fram koma fjórir möguleikar á staðsetningu þjónustukjarnans, þ.e. á lóðunum Nonnahaga 19, Steindórshaga 4, Steindórshaga 3 og Nonnahaga 4.
Það er mat skipulagsráðs að lóðin Steindórshagi 4 henti best fyrir þjónustukjarnann og samþykkir að fela sviðsstjóra að láta útbúa deiliskipulagsbreytingu miðað við það í samráði við búsetusvið.

5.Kjarnagata 2 - aðgengi til og frá lóð frá Miðhúsabraut

Málsnúmer 2017110100Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Evu Gunnarsdóttur dagsett 2. nóvember 2017, f.h. Haga hf. kt. 670203-2120, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar tengingar Kjarnagötu 2 við Miðhúsabraut. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi 31. maí 2018. Deiliskipulagsbreyting dagsett 1. júní 2018 er lögð fram með erindinu ásamt minnisblaði Verkís dagsett 3. maí 2018.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um að gert verði ráð fyrir aðrein (vasa) frá Miðhúsabraut inn á lóð Kjarnagötu 2 til að bæta umferðaröryggi.

6.Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018060100Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðisins við Miðhúsabraut breytist til samræmis við breytingu á deiliskipulagi sem unnið er að vegna tengingar Miðhúsabrautar við Kjarnagötu 2 (mál 2017110100).
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og mælir með að hún verði samþykkt í bæjarstjórn með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

7.Oddeyri, deiliskipulag íbúðasvæðis

Málsnúmer 2018030336Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrstu drög að skipulagslýsingu og uppfærðri húsaskrá fyrir suðurhluta íbúðarsvæðis á Oddeyri, unnin af Bjarka Jóhannessyni byggingarfulltrúa.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að gera samning við Bjarka um að ljúka við húsaskráningu og annan undirbúning deiliskipulagsins.

8.Daggarlundur 18 - fyrirspurn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2017060161Vakta málsnúmer

Lögð fram, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem felst í stækkun á lóðinni Daggarlundur 18 úr 720 fm í 1.200 fm. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dags. 3. maí 2018 með athugasemdafresti til 31. maí. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.


9.Úthlutun lóða í Hagahverfi - beiðni um rökstuðning

Málsnúmer 2018060030Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Árna Pálssonar hrl. dagsett 29. maí 2018 þar sem óskað er eftir að upplýst verði og rökstutt hvaða upplýsingar skipulagsráð lagði til grundvallar við úthlutun lóðanna Kristjánshagi 3 og Halldórshagi 3 og 4.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara erindinu í samráði við formann skipulagsráðs og lögfræðing sveitarfélagsins.

10.Hafnarstræti 80 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013010305Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sverris Gestssonar dagsett 11. júní 2018, f.h. Norðurbrúar ehf., þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til framkvæmda á lóðinni Hafnarstræti 80 til 30. september 2018. Núgildandi frestur er til 30. júní nk.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til framkvæmda á lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi beiðni.

Ólína Freysteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

11.Lundargata 13 - umsókn um niðurrif og byggingarleyfi

Málsnúmer 2018060039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd S3 verk ehf., kt. 620218-0220, sækir um leyfi til að endurbyggja hús nr. 13 við Lundargötu. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Þá liggja fyrir umsagnir Minjastofnunar dagsettar 25. apríl og 18. júní 2018

Byggingarfulltrúi vísaði málinu til skipulagsráðs á afgreiðslufundi 7. júní sl.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við endurbyggingu hússins en í ljósi umsagnar Minjastofnunar þarf nýtt ástandsmat að liggja fyrir áður en byggingarfulltrúi samþykkir umsóknina.

12.Beykilundur 13 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2016100177Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2018 þar sem Bjarni Kristjánsson óskar eftir afstöðu skipulagsyfirvalda varðandi fyrirhugaða viðbyggingu sunnan bílgeymslu við hús nr. 13 við Beykilund. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða viðbyggingu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Víðimýri 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kvist og breytingu á gluggum

Málsnúmer 2018040124Vakta málsnúmer

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi dagsett 9. apríl 2018 þar sem Jónas Vigfússon fyrir hönd Hrafnkels Reynissonar og Lilju K. Bjarnadóttur sækir um byggingarleyfi fyrir kvisti og breytingu á gluggum á húsi nr. 3 við Víðimýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas Vigfússon. Erindið var grenndarkynnt með bréfi dagsett 24. apríl 2018 með athugasemdafresti til 23. maí. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsráð erindið og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

14.Móasíða 1 - nýting húsnæðis fyrir íbúðir

Málsnúmer 2018030116Vakta málsnúmer

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Rúnars Más Sigurvinssonar dagsett 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta húsi nr. 1 við Móasíðu, sem áður var leikskóli, í íbúðir. Að auki er gert ráð fyrir byggingu á allt að 750 fm húsi á tveimur hæðum með 13 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verða 20 og fjöldi bílastæða allt að 34. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0.38. Var erindið grenndarkynnt með bréfi dagsett 11. maí 2018 með fresti til 7. júní til að gera athugasemdir. Tíu athugasemdabréf bárust undirrituð af 29 aðilum. Þá liggur einnig fyrir greinargerð umsækjenda, móttekin 18. júní 2018.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

15.Íþróttafélagið Akur - Bogavöllur 2018 - nýtt útisvæði bogfimideildar Akurs

Málsnúmer 2018050117Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráðs 24. maí 2018 var tekið fyrir erindi frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd bogfimideildar Akurs dagsett 9. maí þar sem óskað er eftir nýju útiæfingasvæði fyrir félagið. Er óskað eftir að fá að nýta svæði norðan iðnaðarsvæðis Gámaþjónustunnar. Var bókað að frístundaráð tæki vel í að fundið verði útisvæði fyrir bogfimiíþróttina en samþykkt að vísa erindinu til skipulagsráðs.
Að mati skipulagsráðs þarf að liggja betur fyrir hvernig öryggi er tryggt í tengslum við starfsemina. Afgreiðslu frestað þar til nánari gögn liggja fyrir ásamt umsögn hverfisráðs Giljahverfis.

16.Saltnesnáma - gerð mótorkrossbrautar

Málsnúmer 2018040297Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Hermanns Erlingssonar dagsett 25. apríl, f.h. Stimpils félagasamtaka kt. 541217-1850, þar sem óskað er eftir leyfi til að útbúa mótorkrossbraut við Saltnesnámu í Hrísey. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir fyrirhugaða legu brauta. Í aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem efnisnáma og í greinargerð kemur fram að akstur áhugamanna um akstursíþróttir sé heimil á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir ekki að gefið verið út framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn þar sem það væri í ósamræmi við gildandi aðalskipulag. Ráðið gerir þó ekki athugasemd við að svæðið verði nýtt til akstursíþrótta í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins.


Fylgiskjöl:

17.Búsetukjarnar fyrir fatlaða í skipulagningu íbúðahverfa

Málsnúmer 2018060324Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. júní 2018 þar sem Jón Hrói Finnsson fyrir hönd búsetusviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir að skipulagsráð taki mið af áformum búsetusviðs um byggingu fimm íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf, við skipulagningu nýrra íbúðahverfa.

18.Akureyrarflugvöllur - aðflugsbúnaður, beiðni um umsögn

Málsnúmer 2018060249Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 13. júní 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir við aðflugsbúnað fyrir Akureyrarvöll skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi er tilkynningarskýrsla ISAVIA sem unnin er af Eflu verkfræðistofu dagsett apríl 2018. Er framkvæmdin háð útgáfu framkvæmdaleyfis.
Að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda telur skipulagsráð að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

19.Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 - skipulagslýsing vegna endurskoðunar

Málsnúmer 2013030139Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar leggur fram breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 og óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar.Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir allt að 1 MW vatnsaflsvirkjun í landi Tjarna og breytist 12 ha svæði úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.

20.Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2016110180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2018 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar vekur athygli á tillögu að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sem nú er til auglýsingar. Óskað er umsagnar Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að umsögn fyrir næsta fund skipulagsráðs.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 24. maí 2018. Lögð var fram fundargerð 679. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 31. maí 2018. Lögð var fram fundargerð 680. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 7. júní 2018. Lögð var fram fundargerð 681. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.