Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 120. fundur - 01.11.2012

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir fjárhagsáætlanir aðildarfélaga ÍBA fyrir árið 2013 ásamt yfirliti yfir ársreikninga ársins 2011.

Íþróttaráð - 134. fundur - 20.06.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit frá Karli Guðmundssyni verkefnastjóra innra eftirlits dags. 28. maí 2013 yfir ársreikninga Golfklúbbs Akureyrar, Íþróttafélagsins Þórs, Knattspyrnufélags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar á árunum 2003-2012.

Íþróttaráð þakkar Karli fyrir samantektina.

Íþróttaráð - 135. fundur - 19.08.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit frá Karli Guðmundssyni verkefnastjóra innra eftirlits yfir ársreikninga Bílaklúbbs Akureyrar á árunum 2011-2012 og ársreikninga Hestamannafélagsins Léttis á árunum 2005-2012.

Íþróttaráð þakkar Karli fyrir samantektina.

Íþróttaráð - 141. fundur - 07.11.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit frá ÍBA yfir rekstur aðildarfélaga ÍBA árið 2012 og fjárhagsáætlanir fyrir árið 2014.

Íþróttaráð - 145. fundur - 06.02.2014

Ársreikningur Bílaklúbbs Akureyrar fyrir árið 2013 lagður fram til kynningar.

Íþróttaráð - 150. fundur - 08.05.2014

Knattspyrnufélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2013 lagður fram til kynningar.

Íþróttaráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu ársreiknings Knattspyrnufélags Akureyrar.

Íþróttaráð - 150. fundur - 08.05.2014

Íþróttafélagið Þór - ársreikningur fyrir starfsárið 2013 lagður fram til kynningar.
Árni Óðinsson og Ragnheiður Jakobsdóttir viku af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Íþróttaráð hefur áhyggjur af niðurstöðu ársreiknings Íþróttafélagsins Þórs og óskar eftir því að félagið sýni fram á hvernig það ætlar að bregðast við.

Íþróttaráð - 151. fundur - 22.05.2014

Skíðafélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2013 lagður fram til kynningar.

Íþróttaráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu ársreiknings Skíðafélags Akureyrar.

Íþróttaráð - 151. fundur - 22.05.2014

Skautafélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2013 lagður fram til kynningar.

Íþróttaráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu ársreiknings Skautafélags Akureyrar.

Íþróttaráð - 151. fundur - 22.05.2014

Íþróttafélagið Þór. Kynnt voru viðbrögð og aðgerðir stjórnar Þórs vegna reksturs félagsins árið 2013 og bókunar íþróttaráðs frá 8. maí sl.
Árni Óðinsson fulltrúi S-lista og Ragnheiður Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi D-lista viku af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

Íþróttaráð lýsir ánægju með svör frá Íþróttafélaginu Þór og felur forstöðumanni íþróttamála og fjármálastjóra Akureyrarbæjar að vinna áfram með félaginu.

Íþróttaráð - 160. fundur - 04.12.2014

Farið yfir rekstur íþróttafélaga 2013-2014 sem eru með rekstrarsamning við Akureyrarbæ.
Lagt fram til kynningar.

 

Íþróttaráð - 181. fundur - 03.12.2015

Farið yfir rekstur íþróttafélaga sem eru með rekstrarsamning við Akureyrarbæ.
Lagt fram til kynningar.

Íþróttaráð - 193. fundur - 02.06.2016

Samantekt frá Karli Guðmundssyni lögð fram til kynningar og umræðu um rekstur íþróttafélaga árið 2015 sem eru með rekstrarsamning við Akureyrarbæ.

Íþróttaráð - 201. fundur - 01.12.2016

Lagðar fram til kynningar samantektir frá ÍBA á ársreikningum aðildarfélaga ÍBA 2015 og fjárhagsáætlunum aðildarfélaga ÍBA 2017.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar Geir Kristni fyrir komuna á fund ráðsins.

Frístundaráð - 14. fundur - 28.09.2017

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar samantekt frá Karli Guðmundssyni verkefnastjóra á fjársýslusviði um ársreikninga og rekstur stærstu aðildarfélaga ÍBA árið 2016.