Íþróttaráð

150. fundur 08. maí 2014 kl. 14:00 - 15:25 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnheiður Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Knattspyrnufélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2013 lagður fram til kynningar.

Íþróttaráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu ársreiknings Knattspyrnufélags Akureyrar.

2.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Þór - ársreikningur fyrir starfsárið 2013 lagður fram til kynningar.
Árni Óðinsson og Ragnheiður Jakobsdóttir viku af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Íþróttaráð hefur áhyggjur af niðurstöðu ársreiknings Íþróttafélagsins Þórs og óskar eftir því að félagið sýni fram á hvernig það ætlar að bregðast við.

3.Fimleikasamband Íslands - beiðni um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla og gistingar í Giljaskóla

Málsnúmer 2014040095Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. apríl 2014 frá Fimleikasambandi Íslands þar sem þess er farið á leit við íþróttaráð og skólanefnd að landsliðum í hópfimleikum sé veitt heimild til æfingar í íþróttahúsi Giljaskóla og gistingar í Giljaskóla frá miðvikudeginum 30. júlí nk. til mánudagsins 4. ágúst nk., Verslunarmannahelgina 2014. Alls er um að ræða 9 æfingar í húsinu.

Íþróttaráð fagnar heimsókn landsliða Íslands í hópfimleikum til Akureyrar um Verslunarmannahelgina 2014.

Íþróttaráð samþykkir beiðni Fimleikasambands Íslands um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna áfram að málinu með forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Giljaskóla.

4.Blakdeild KA - umsókn um styrk vegna öldungablakmóts 2014 á Akureyri

Málsnúmer 2014040051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju ódags. erindi frá blakdeild KA þar sem óskað er eftir styrk vegna húsaleigu á öldungablakmóti sem fram fór á Akureyri dagana 1.- 3. maí sl. Erindið var síðast á dagskrá íþróttaráðs 10. apríl sl.

Íþróttaráð samþykkir að styrkja blakdeild KA með því að fella niður húsaleigu vegna keppni í íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahöllinni. Upphæð styrksins er metin á kr. 589.600.

5.Hlíðarfjall - ósk um framkvæmdir við bílastæði skíðasvæðisins

Málsnúmer 2014040177Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. apríl 2014 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem gerð er grein fyrir slæmu burðarlagi bílastæða Hlíðarfjalls í kjölfar mikils snjóþunga í vetur.

Íþróttaráð óskar eftir við Fasteignir Akureyrarbæjar að verkið verði kostnaðargreint.

6.Endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012090204Vakta málsnúmer

Endurskoðun og umræður um tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar frá síðasta ári með tilliti til aðkomu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar árið 2014.

Íþróttaráð forgangsraðar og samþykkir tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar.

Íþróttaráð vísar tillögunum til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar komi að kostnaði við viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum bæjarins.

7.Kvenna/jafnréttisstyrkir íþróttaráðs

Málsnúmer 2014040042Vakta málsnúmer

Drög að viðmiðum og vinnureglum vegna kvenna/jafnréttisstyrkja lögð fram til umræðu.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna drögin áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 15:25.