Íþróttaráð

181. fundur 03. desember 2015 kl. 14:00 - 15:47 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Birna Baldursdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Dagskrá
Ólína Freysteinsdóttir S-lista mætti í forföllum Árna Óðinssonar.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Jónasar Björgvins Sigurbergssonar.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista mætti í forföllum Guðrúnar Þórsdóttur.

1.Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015

Málsnúmer 2013010129Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. október 2015 frá 49. sambandsþingi UMFÍ þar sem bæjarstjórn Akureyrar er þakkað fyrir góða aðstöðu og móttökur, UFA fyrir góða framkvæmd og glæsilega umgjörð á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ svo og sjálfboðaliðum fyrir það mikla sjálfboðaliðastarf sem lagt var fram í tengslum við mótið.
Íþróttaráð þakkar öllum þeim sem komu að skipulagi og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri 2015 fyrir góð störf og flott landsmót.

2.Íþróttaráð - kynjuð áætlunargerð

Málsnúmer 2015040026Vakta málsnúmer

Farið yfir tölfræði tengda kynjaðri áætlunargerð.
Lagt fram til kynningar.

3.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstur íþróttafélaga sem eru með rekstrarsamning við Akureyrarbæ.
Lagt fram til kynningar.

4.Golfklúbbur Akureyrar - ósk um styrk vegna Íslandsmótsins í höggleik á Akureyri 2016

Málsnúmer 2015110149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2015 frá Ágústi Jenssyni framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að standa straum af kostnaði við Íslandsmótið í höggleik.
Íþróttaráð fagnar því að Íslandsmótið í höggleik verði haldið á Akureyri sumarið 2016.
Formanni falið að vinna málið áfram að ósk GA um kynningu á erindinu fyrir bæjarráð.

5.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA

Málsnúmer 2015110251Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjun rekstrarsamninga við aðildarfélög ÍBA.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að rekstrarsamningum við Golfklúbb Akureyrar og Skautafélag Akureyrar.

6.Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð

Málsnúmer 2015080072Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 15:47.