Íþróttaráð

193. fundur 02. júní 2016 kl. 14:00 - 15:56 Félagsheimili Þórs, Hamri við Skarðshlíð
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Dagskrá
Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista var fjarverandi sem og varamaður.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða um að málið "Steinnes - húsaleigusamningur" yrði sett sem 8. liður á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

1.Íþróttaráð - heimsóknir í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2011040054Vakta málsnúmer

Skoðunarferð um félagssvæði Þórs.

2.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015010102Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 15. mars 2015 vísaði bæjarráð 4. lið úr fundargerð 66. fundar Hverfisráðs Naustahverfis þann 3. mars 2015 til íþróttaráðs.

Liður úr fundargerð:

Íþróttahús Naustaskóla.

Eins og flestir vita þá á nýtt íþróttahús við Naustaskóla að vera tilbúið á vordögum

árið 2016. Óskar hverfisnefndin eftir því að fá aðgang að íþróttahúsinu fyrir íbúa hverfisins

í 2 klukkustundir á laugardagsmorgnum yfir vetrartímann. Hugmynd frá hverfisnefnd

er að nefndin fái í samstarf við sig foreldrafélög/ráð Naustatjarnar og Naustaskóla

að sjá um þessa tíma og skipulagningu á þeim.
Íþróttahús Naustaskóla verður einungis notað fyrir skólaíþróttir veturinn 2016-2017.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Rekstrarstyrkir íþróttaráðs til aðildarfélaga ÍBA

Málsnúmer 2014100111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2016 frá forstöðumanni íþróttamála varðandi rekstrarstyrki til aðildarfélaga ÍBA árið 2016.
Íþróttaráð samþykkir að veita styrki til aðildarfélaga ÍBA í samræmi við umræðu á fundinum og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

4.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Samantekt frá Karli Guðmundssyni lögð fram til kynningar og umræðu um rekstur íþróttafélaga árið 2015 sem eru með rekstrarsamning við Akureyrarbæ.

5.Fundaáætlun íþróttaráðs

Málsnúmer 2013010128Vakta málsnúmer

Drög að fundaáætlun íþróttaráðs fyrir haustið 2016 lögð fram.
Íþróttaráð samþykkir drögin að fundaáætlun haustsins 2016.

6.Íþróttaráð - langtímaáætlun

Málsnúmer 2013030343Vakta málsnúmer

Umræður um langtímaáætlun og verkefni íþróttaráðs.

7.Fjárhagsáætlun 2017 - íþróttaráð

Málsnúmer 2016050293Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsáætlunarvinnu fyrir starfsárið 2017.

8.Steinnes - húsaleigusamningur

Málsnúmer 2013050311Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum þann 30. maí 2016:

Lögð fram beiðni núverandi leigutaka um að leigusamningurinn verði framlengdur um eitt ár.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir erindið og óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar gangi frá samningi um leigu og kjör.
Íþróttaráð þakkar Íþróttafélaginu Þór fyrir gestrisnina og fundaraðstöðuna.

Fundi slitið - kl. 15:56.