Rekstur - staða mála - embættismenn

Málsnúmer 2011050032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3272. fundur - 12.05.2011

Gunnar Gíslason fræðslustjóri og Preben Jón Pétursson varaformaður skólanefndar kynntu vinnu stýrihóps um endurskoðun á stjórnkerfi skóla.
Skólanefnd Akureyrar sat fundinn undir kynningu á vinnu stýrihópsins.
Fræðslustjóri fór síðan yfir rekstrarstöðu síns málaflokks eftir fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð þakkar Gunnari og Preben Jóni yfirferðina.

Bæjarráð - 3273. fundur - 19.05.2011

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda eftir fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð þakkar þeim Kristínu og Þórgný fyrir yfirferðina.

Þegar hér var komið vék Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista af fundi kl. 10:00.

Bæjarráð - 3274. fundur - 26.05.2011

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Kristinn H. Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeildar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda eftir fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð þakkar þeim Dagnýju, Dan, Jóni Braga og Kristni fyrir yfirferðina.

Bæjarráð - 3275. fundur - 09.06.2011

Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mætti á fund bæjarráðs og fór yfir rekstrarstöðu sinnar deildar eftir fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð þakkar Katrínu Björgu fyrir yfirferðina.

Bæjarráð - 3276. fundur - 23.06.2011

Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda eftir fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð þakkar Guðríði, Helga Má og Leifi fyrir yfirferðina.

Bæjarráð - 3277. fundur - 30.06.2011

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda eftir fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð þakkar Brit og Margréti fyrir yfirferðina.

Bæjarráð - 3278. fundur - 07.07.2011

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri fór yfir rekstrarstöðu sinnar deildar eftir fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð þakkar Höllu Margréti yfirferðina.

Bæjarráð - 3284. fundur - 01.09.2011

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda.

Bæjarráð þakkar þeim Brit og Margréti yfirferðina.

Bæjarráð - 3286. fundur - 08.09.2011

Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda.

Bæjarráð þakkar þeim Þórgný, Guðríði og Helga Má yfirferðina.

Bæjarráð - 3288. fundur - 15.09.2011

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Kristinn H. Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeildar mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda.
Dan Jens Brynjarsson fór einnig yfir rekstrarstöðu þeirra málaflokka er undir hagþjónustu heyra.

Bæjarráð þakkar þeim Dagnýju, Dan, Höllu Margréti og Kristni fyrir yfirferðina.

Bæjarráð - 3289. fundur - 22.09.2011

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista mætti á fundinn kl. 09:28.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Gunnar Gíslason fræðslustjóri mættu á fundinn og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda.

Bæjarráð þakkar þeim Pétri Bolla, Katrínu Björgu og Gunnari fyrir yfirferðina.

Bæjarráð - 3290. fundur - 29.09.2011

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda.

Bæjarráð þakkar þeim Soffíu og Guðrúnu fyrir yfirferðina.

Bæjarráð - 3301. fundur - 15.12.2011

Lögð fram til kynningar minnisblöð frá embættismönnum varðandi frávik í rekstri.