Bæjarráð

3274. fundur 26. maí 2011 kl. 09:00 - 11:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Petrea Ósk Sigurðardóttir
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Rekstur - staða mála - embættismenn

Málsnúmer 2011050032Vakta málsnúmer

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Kristinn H. Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeildar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda eftir fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð þakkar þeim Dagnýju, Dan, Jóni Braga og Kristni fyrir yfirferðina.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2011

Málsnúmer 2011050045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til mars 2011, sem bæjarráð frestaði umræðu um á fundi ráðsins þann 12. maí sl.
Þegar hér var komið mætti bæjarstjóri á fundinn kl. 10:27.

3.Flokkun Eyjafjörður ehf - aðalfundur 2011

Málsnúmer 2011050114Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17. maí 2011 frá Eiði Guðmundssyni framkvæmdastjóra Flokkunar Eyjafjörður ehf þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 14:00 að Hótel KEA, Akureyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

4.Orlof húsmæðra í Eyjafirði - rekstur 2010

Málsnúmer 2011050094Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur orlofssjóðs húsmæðra í Eyjafirði árið 2010.

5.Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2011

Málsnúmer 2011040043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar Stapa lífeyrissjóðs dags. 12. maí 2011.

6.Sparisjóður Höfðhverfinga

Málsnúmer 2011050118Vakta málsnúmer

Lögð fram viljayfirlýsing dags. 20. maí 2011 milli Sparisjóðs Höfðhverfinga, KEA svf, Sæness ehf og Akureyrarkaupstaðar um aukningu stofnfjár í Sparisjóði Höfðhverfinga.

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista sat hjá við afgreiðslu.

Hermann Jón Tómasson bæjarfulltrúi S-lista óskar bókað:

Ég er andvígur því að Akureyrarbær taki þátt í að auka stofnfé í Sparisjóði Höfðhverfinga. Bæjaryfirvöld hafa hingað til einungis lagt fjármuni til uppbyggingar nýrrar atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu, starfsemi sem ekki er í samkeppni við þau fyrirtæki sem fyrir eru. Nú er vikið frá þeirri stefnu og fjármunir bæjarbúa notaðir til að efla nýtt fjármálafyrirtæki sem starfa mun í beinni samkeppni við þau sem fyrir eru. Það er grundvallarregla í opinberri stjórnsýslu að gæta jafnræðis þegar ákvarðanir eru teknar. Það tel ég að sé ekki gert með þessari ákvörðun.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar bókað:

Stefna Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er skýr varðandi það að við teljum almennt ekki rétt að Akureyrarkaupstaður fjárfesti í samkeppnisrekstri. Hins vegar tel ég að í ljósi núverandi aðstæðna í samfélaginu geti stofnun sparisjóðs með aðkomu Akureyrarkaupstaðar styrkt samfélagið. Því vil ég leggja áherslu á að aðkoma Akureyrarkaupstaðar sé einungis hugsuð til skamms tíma og bæjarbúum boðið að fjárfesta í stofnfé nýs sparisjóðs hið allra fyrsta.

Petra Ósk Sigurðardóttir B-lista óskar bókað:

Ég tel stofnun sparisjóðs góða hugmynd en hef efasemdir um að bærinn bindi fjármuni í þetta verkefni á sama tíma og grunnþjónusta þarf að sæta niðurskurði. Því sit ég hjá við atkvæðagreiðslu þessa.

7.ja.is - uppsagnir á Akureyri

Málsnúmer 2011050140Vakta málsnúmer

Rætt um uppsagnir hjá starfsstöð ja.is á Akureyri.

Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir megnri óánægju með ákvörðun Já Upplýsingaveitna hf. að loka starfsstöð ja.is á Akureyri. Fyrirtækið hefur um áraraðir, bæði fyrir og eftir einkavæðingu, notið þjónustu góðs og trausts starfsfólks sem verður nú fyrir barðinu á þeirri ákvörðun fyrirtækisins að flytja störf á suðvesturhorn landsins.
Bæjarráði þykir miður að fyrirtækið skuli ekki hafa samband við bæjaryfirvöld, áður en ákvörðunin var tekin. Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við stjórnarformann og forstjóra fyrirtækisins að þær komi á fund bæjarráðs vegna þessarrar lokunar, en þær hafa ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk til þessa.

Fundi slitið - kl. 11:15.