Bæjarráð

3272. fundur 12. maí 2011 kl. 09:25 - 13:00 Félagsheimilið Múli, Grímsey
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
Dagskrá
Einnig sat fundinn Sigurður Guðmundsson sem gestur.

1.Rekstur - staða mála - embættismenn

Málsnúmer 2011050032Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason fræðslustjóri og Preben Jón Pétursson varaformaður skólanefndar kynntu vinnu stýrihóps um endurskoðun á stjórnkerfi skóla.
Skólanefnd Akureyrar sat fundinn undir kynningu á vinnu stýrihópsins.
Fræðslustjóri fór síðan yfir rekstrarstöðu síns málaflokks eftir fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð þakkar Gunnari og Preben Jóni yfirferðina.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. apríl 2011. Fundargerðin er í 3 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið til fjármálastjóra, 2. lið til framkvæmdadeildar og 3. lið til skipulagsdeildar.

3.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 221. fundar stjórnar Eyþings dags. 5. apríl 2011 ásamt fundargerð stjórnar Eyþings og þingmanna Norðausturskjördæmis dags. 7. febrúar 2011.

4.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2011020014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 786. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. apríl 2011.

5.Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2011

Málsnúmer 2011040128Vakta málsnúmer

Erindi dags. 14. apríl 2011 frá Erlu Björgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEYJAR þar sem boðað var til ársfundar miðvikudaginn 11. maí sl. kl. 15:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri.
Ingunn Helga Bjarnadóttir var tilnefnd sem fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn SÍMEYJAR og Gunnar Frímannsson varafulltrúi.

Bæjarráð staðfestir tilnefningarnar.

6.Tækifæri hf - aðalfundur 2011

Málsnúmer 2011050041Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. maí 2011 frá Birni Gíslasyni f.h. Tækifæris hf, þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 18. maí nk. að 3. hæð, Strandgötu 3, Akureyri og hefst hann kl. 14:00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

7.Háskólinn á Akureyri - styrkumsókn

Málsnúmer 2010110066Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. nóvember 2010 frá Hug- og félagsvísindasviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri þar sem leitað er eftir fjárstuðningi að upphæð kr. 250.000-300.000, til að greiða fyrir bækur um enskar bókmenntir frá Kristjáni Karlssyni skáldi og bókmenntafræðingi, en hann vill ánafna bókasafni Háskólans á Akureyri bækur sínar, um það bil 1000 til 1500 bindi.

Bæjarráð samþykkir að styrkja málefnið um kr. 100.000.

8.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál

Málsnúmer 2011040087Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. apríl 2011 frá samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál. Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 17. maí nk. Þingskjalið er að finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/139/s/1250.html
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fóru yfir málið.

Bæjarráð þakkar þeim Dan og Ingu Þöll yfirferðina.

Meiri hluti bæjarráðs felur þeim að senda inn athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

9.Gamli barnaskólinn í Hrísey - fasteignagjöld

Málsnúmer 2011040092Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. apríl 2011 frá Erni Alexanderssyni f.h. Norðan báls varðandi ósk um endurreikning eða niðurfellingu á fasteignagjöldum fyrir gamla barnaskólann í Hrísey.

Bæjarráð hafnar erindinu.

10.Eflingarsamningar - umsóknir 2011

Málsnúmer 2011050005Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um eflingarsamning frá Seglinu ehf.

Bæjarráð felur Sævari Péturssyni verkefnastjóra atvinnumála í samvinnu við Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóra að afla frekari gagna og leggja fyrir bæjarráð.

11.Skautahöllin á Akureyri - orkukostnaður

Málsnúmer 2011040055Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 14. apríl 2011:
Framkvæmdastjóri íþróttadeildar lagði fram yfirlit yfir orkukostnað í Skautahöllinni 2003-2010 þar sem fram kemur að kostnaður hefur aukist á undanförnum árum umfram framlög Akureyrarbæjar til rekstrarins.
Íþróttaráð óskar eftir því við bæjarráð að samþykkt verði aukafjárveiting til Skautafélags Akureyrar að upphæð kr. 3.800.000 sem notist til greiðslu á uppsafnaðri skuld Skautahallarinnar við Norðurorku um áramótin 2010/2011.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til Skautafélags Akureyrar að upphæð kr. 3.800.000 til greiðslu á uppsafnaðri skuld þeirra við Norðurorku, sem er að stærstum hluta til komin vegna meiri orkunotkunar.

Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

12.Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 2011

Málsnúmer 2011040143Vakta málsnúmer

Erindi dags. 27. apríl 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi kynnisferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Brussel dagana 5.- 9. júní nk.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að senda tvo fulltrúa í kynnisferðina.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

13.Vinabæjamót - tenglamót (kontaktmannamöte) í Västerås í ágúst 2011

Málsnúmer 2010090044Vakta málsnúmer

Erindi dags. 31. mars 2011 frá bæjarstjóranum í Västerås þar sem fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið á tenglamót (kontaktmannamöte) í Västerås dagana 10.- 13. ágúst 2011.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Akureyrarstofu ásamt mökum verði fulltrúar Akureyrarkaupstaðar á tenglamótinu í Västerås.

14.Murmansk - vinabæjasamskipti og 95 ára afmælishátíð

Málsnúmer 2011040135Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 19. apríl 2011 frá forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra Murmansk til bæjarstjórans á Akureyri, þar sem boðið er til 95 ára afmælishátíðar borgarinnar dagana 7. og 8. október nk.

Bæjarráð þakkar boðið en sér sér ekki fært að senda fulltrúa á afmælishátíðina að þessu sinni.

15.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2011

Málsnúmer 2011050045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til mars 2011.

Umræðu frestað til næsta fundar.

16.Grímsey - ýmis mál og samskipti 2011

Málsnúmer 2011050008Vakta málsnúmer

Hverfisráð Grímseyjar, Sigurður Ingi Bjarnason, Ragnhildur Hjaltadóttir og Sigrún Þorláksdóttir mættu á fund bæjarráðs ásamt Garðari Ólasyni tengiliði í eyjunni.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnisstjóri lagði fram minnisblað dags. 11. maí 2011 um verkefni og þróun eftir sameiningu.
Rætt var um málefni Grímseyjar og reynslu af sameiningu og farið yfir ábendingar heimamanna.

Bæjarráð þakkar hverfisráði og Garðari fyrir komuna á fundinn og góðar umræður.

Að loknum formlegum fundi fór bæjarráð í skoðunarferð um eyjuna.

Fundi slitið - kl. 13:00.